Jólaglaðningur veiðimanna kominn í hús

Hilmir Snær leikari er í forsíðuviðtali Sportveiðiblaðsins sem var að …
Hilmir Snær leikari er í forsíðuviðtali Sportveiðiblaðsins sem var að koma út. Hér er hann í þyrlu á leiðinni upp í Starir sem er efsta veiðisvæðið í Kjarrá í Borgarfirði. Auðvitað taka menn þá sjálfu. Ljósmynd/ES

Nýtt Sportveiðiblað er komið út og venju samkvæmt bólgið af efni. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri er í öðru af burðarviðtölum blaðsins og lýsir þar fjálglega hvernig veiðidellan heltók hana. Ragnar Hólm leiðir Ásthildi og gerir málflutningi hennar góð skil.

Hún upplýsir að fyrsta flugulaxinn hafi hún veitt í Haukadalsá sumarið 2012. Það hafi í raun valdið straumhvörfum í hennar veiðimannalífi og gerbreytt viðhorfi hennar til stangveiði. „Þá fyrst fékk ég bakteríuna svo að um munaði.“ 

Hún upplýsir líka um hvernig veiðin geti haft áhrif í pólitík. Hún var stödd í Dölunum að veiða ásamt félögum sínum í veiðihópnum Stirtlunum. Á þeim tíma var hún bæjarstjóri í Vesturbyggð og hún var að vinna að því að vekja umræðu um sameiningu á sveitarfélögunum Vesturbyggð og Tálknafirði. Það var margt sem þurfti að ræða í þessu samhengi. En þar sem Stirtlurnar voru utan símasambands á ögurstundu í ferlinu, rann málið út í sandinn og var samtali um sameiningu sveitarfélaganna hafnað meðan að Ásthildur og vinkonur voru niður við á.

Heilmir á Neista að leggja upp í ævintýri í uppsveitum …
Heilmir á Neista að leggja upp í ævintýri í uppsveitum Borgarfjarðar. Sportveiðiblaðið verður fjörutíu ára á næsta ári. Ljósmynd/Sportveiðiblaðið

Stórleikarinn Hilmir Snær Guðnason prýðir forsíðu Sportveiðiblaðsins á glæsilegum steingráum hesti sem bar nafnið Neisti. Hilmir ræðir veiðimennsku og líf leiðsögumannsins á sinn hógværa og skemmtilega hátt. Þá upplýsir hann hluti um væntanlega framhaldsmynd af Síðustu veiðiferðinni.

Elvar Friðriksson framkvæmdastjóri NASF sem er Verndarsjóður villtra laxastofna skrifar áhugaverða grein í blaðið. Fyrirsögnin er ofurlítið hrollvekjandi. „Villti laxinn á síðustu metrunum.“

Næsta ár verður afmælisár hjá Sportveiðiblaðinu en þá verður haldið upp á fjörutíu ára óslitna útgáfu blaðsins. Heyra má á Gunnari Bender ritstjóra að þá eigi að blása í afmælislúðra í tilefni fertugsafmælisins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert