Umtalsverðar hækkanir á laxveiðileyfum

Gert klárt fyrir löndun í Norðurá. Leyfin þar hækka umtalsvert …
Gert klárt fyrir löndun í Norðurá. Leyfin þar hækka umtalsvert næsta sumar. Ljósmynd/Norðurá

Verulegar verðhækkanir verða á veiðileyfum í mörgum laxveiðiám fyrir komandi sumar. Hækkanir nema á bilinu tíu til þrjátíu prósent og dæmi eru um meiri hækkanir. Á sama tíma gerist það að eftirspurn eftir laxveiðileyfum er óvenju mikil og mörg svæði seld upp eða við það að seljast upp.

Misjafnt er hvernig hækkanir eru útfærðar. Á sumum svæðum er flöt prósentuhækkun kynnt en á öðrum stöðum hækka veiðileyfi mismikið eftir tímabilum.

Meðal þeirra áa sem Sporðaköst hefur staðfest dæmi um verulegar hækkanir má nefna, Norðurá í Borgarfirði, Laxá í Dölum, Víðidalsá, Ytri – Rangá og Urriðafoss í Þjórsá. Eins og fyrr segir eru hækkanirnar mismiklar eftir ám en allar langt fram úr því sem gæti talist hefðbundin verðlagsþróun.

Neðan við Árbæjarfoss í Ytri Rangá. Veiðileyfin þar hækka umtalsvert …
Neðan við Árbæjarfoss í Ytri Rangá. Veiðileyfin þar hækka umtalsvert í sumar. westranga.is

Vitað er að veiðileyfi í fleiri ám munu hækka en staðfestingar liggja ekki fyrir varðandi fleiri svæði.

Veiðimenn sem Sporðaköst hafa rætt við vegna verðhækkana eru margir hverjir mjög ósáttir og benda á að engin innistæða sé fyrir hækkunum núna, sérstaklega í ljósi þessi að veiðin hefur farið minnkandi og síðastliðin þrjú hefur fjöldi laxa verið töluvert undir meðallagi, með undantekningum þó.

Það sem vekur þó ekki síður athygli er að á sama tíma og verðhækkanir eru kynntar til leiks og veiðimenn lýsa óánægju eða vonbrigðum með þá stöðu, hefur eftirspurn eftir veiðileyfum sjaldan eða aldrei verið meiri. Á það ekki síður við um innlenda markaðinn. Leigutakar sem Sporðaköst hafa rætt við segjast sumir hverjir vera uppseldir fyrir næsta sumar og hefðu jafnvel getað selt í ána oftar en einu sinni.

Jón Þór Ólason formaður SVFR sagði í samtali við Sporðaköst fyrir á árinu að ekki yrði um hækkanir að ræða á svæðum félagsins umfram samningsbundnar vísitöluhækkanir.

Þegar leitað var svara hjá leigutökum hvers vegna menn væru að hækka verðin, bentu flestir á landeigendur. Covidafslættir sem veittir hafa verið undanfarin tvö sumur eru ekki lengur til staðar og verðhækkanir nú taki mið af því. Þá eru líka dæmi um að landeigendur telji vatnasvæði hafa verið undirverðlögð í samanburði við önnur svæði og leiti nú leiðréttingar á því.

Athyglisvert verður að fylgjast með framvindu Covid í aðdraganda veiðisumarsins, en Ómíkron afbrigðið er á mikilli uppleið. Hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir erlenda veiðimenn á Íslandi er ómögulegt að segja til um. Kári Stefánsson hefur lýst þeirri skoðun sinni að veiran muni deyja út á nýju ári. Þetta er ofurlítið sama staðan og með laxinn. Óvissa og spenna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert