Bleikjuævintýri í Skarðsá

Bresku feðgarnir Charles og Alex Jardin lentu í mögnuðu veiðiævintýri á fyrstu dögum júnímánaðar í ánni Skarðsá í námunda við Möðrudal. Þeir opnuðu ána og það í vetrarveðri þar sem af og til snjóaði á þá.

Skarðsá er þekkt fyrir stórar bleikjur og þær stóðu svo sannarlega undir væntingum þeirra feðga. Landslagið er hrikalegt enda rennur Skarðsá um svarta sanda íslenska hálendisins. Hin hráa fegurð minnti þá feðga á sögusvið Hringadróttinssögu, eða landið Mordor þar sem Sauron hinn illi hélt til.

Við grípum niður í þáttinn þegar Charles prufar nýjan veiðistað ofarlega ánni.

Við munum á næstu dögum skoða fleiri eftirminnileg myndbrot úr Sporðkastaseríum síðustu ára. 

Steingrímur Jón Þórðarson sá um kvikmyndatöku og klippingu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert