Breytingarnar í Stóru-Laxá í sumar

Þorsteinn Stefánsson er ný sölustjóri veiðileyfa í Stóru - Laxá. …
Þorsteinn Stefánsson er ný sölustjóri veiðileyfa í Stóru - Laxá. Hér er hann með fallegan hæng einmitt úr Stóru. Þetta er frá Kálfhagahyl. Ljósmynd/ÞS

Nýr leigutaki Stóru-Laxár í Hreppum hyggur á verulegar breytingar á svæðinu og aðstöðu fyrir veiðimenn. Fram til þessa hefur verið talað um fjögur veiðisvæði í Stóru: Svæði eitt og tvö, sem hafa reyndar verið seld saman, og svæði þrjú, sem var veitt með með tveimur stöngum. Fjórða svæðið var svo selt sér.

Nú verður sú breyting að í raun er Stóru skipt í tvö svæði. Efra svæðið er svæði fjögur, eða frá Ármótahyl við ármót Skillandsár niður í Bláhyl og verður veitt á fjórar stangir þar.

Neðra svæðið er sex stanga svæði og hefur þriðja svæðið verið sameinað neðri hlutanum. Það nær frá veiðistaðnum Undirgangi og niður að ós.

Veiði á efra svæðinu hefst 24. júní og þremur dögum síðar á neðra svæðinu, eða 27. júní.

Nýr söluaðili annast sölu á veiðileyfum í Stóru-Laxá og þar er við stjórnvölinn Þorsteinn Stefánsson. Hann er að færa sig úr Borgarfirðinum þar sem hann var yfirleiðsögumaður við Norðurá í sumar. Hann tekur við öllum fyrirspurnum og er með netfangið thor@storalaxa.is.

Ný og vönduð heimasíða var tekin í gagnið nú um …
Ný og vönduð heimasíða var tekin í gagnið nú um jólin. Hér má sjá skjáskot af henni. Ljósmynd/storalaxa.is

Ný og glæsileg heimasíða fyrir Stóru-Laxá fór í loftið nú á jólahátíðinni og er slóðin storalaxa.is.

„Markmiðið okkar er að Stóra-Laxá fái að njóta sín sem sú perla sem hún er. Eingöngu verður veitt á flugu í ánni og öllum fiski verður sleppt,“ sagði Þorsteinn í samtali við Sporðaköst.

Hann segir viðtökur góðar og menn séu spenntir fyrir nýju fyrirkomulagi. Allur húsakostur mun taka breytingum. Veiðihúsið í Laxárdal á efri hlutanum verður í gjörbreyttri mynd fyrir sumarið fram undan. Þar verður áfram sjálfsmennska en fyrirhugað er að reisa nýtt hús fyrir veiðisumar 2023.

Sama má segja um neðra svæðið en nýtt veiðihús verður tekið þar í gagnið tímabundið í sumar. Húsið er hjá bænum Skarði og verður það með fullri þjónustu fyrir stangirnar sex. Einnig er áformað að reisa nýtt veiðihús fyrir neðra svæðið fyrir sumarið 2023. „Þetta eru glæsilegar byggingar sem falla vel að ánni og það verður ekkert til sparað til að gera þær sem best úr garði og tryggja að öll aðstaða verði eins og best verður á kosið fyrir veiðimenn,“ sagði Þorsteinn.

Veiðin í Stóru-Laxá sveiflast mikið. Í sumar var hún ágæt og skilaði 564 löxum, sem er meiri veiði en tvö sumur þar á undan. Stóra-Laxá er þekkt fyrir góðan endasprett og oft er september besti mánuðurinn þegar gerir góðar rigningar og fiskurinn sem hefur hinkrað í Hvítá veður upp í Stóru. Þá horfa margir spenntir til þess að netauppkaup í Hvítá, sem Stóra-Laxá rennur í, geti orðið til að auka laxgengd í Hreppana.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert