Fjórir ástríðuveiðimenn gera upp veiðisumarið 2021 í fjörugum áramóta spjallþætti Sporðakasta. Umræðuefnin eru raunar fjölmörg. Veiðin í sumar sem leið. Verðhækkanir sem blasa við. Ótrúleg eftirspurn eftir veiðileyfum, svo nánast er slegist um bestu bitana.
Sjókvíaeldið og aðrar hættur sem steðja að villtum stofnum í íslenskum ám. Rannsóknir eða öllu heldur skortur á fjármagni til að efla þær. Horfurnar fyrir næsta sumar og kannski síðast en ekki síst sagan af meintum eldislaxi í Vatnsdalsá sem aldrei var rannsakaður því hann var óvart eldaður og borinn á borð fyrir veiðimenn.
Gestir þáttarins eru: Ragnheiður Thorsteinsson varaformaður SVFR, Björn K. Rúnarsson einn leigutaka í Vatnsdalsá, Arthúr Bogason ástríðuveiðimaður og Ólafur Tómas Guðbjartsson eða umsjónarmaður Dagbók urriða.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Lagarfljót | Jóhannes Sturlaugsson | 2. október 2.10. |
100 cm | Stóra - Laxá | Vigfús Björnsson | 30. september 30.9. |
102 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 19. september 19.9. |
103 cm | Víðidalsá | Rob Williams | 17. september 17.9. |
101 cm | Stóra - Laxá | Jim Ray | 16. september 16.9. |
102 cm | Víðidalsá | Svanur Gíslason | 15. september 15.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Stebbi Lísu | 14. september 14.9. |