Hilmir Snær og Robson á framandi slóðum

Efstu veiðistaðirnir í Kjarrá í Borgarfirði eru slóðir sem fáir veiðimenn hafa farið á. Þangað er ekki bílfært og langur gangur ætli menn sér að fara upp í Starir og veiða Svartastokk og aðra nafntogaða veiðistaði þar efra.

Á árum áður riðu veiðimenn gjarnan þangað upp eftir og var það töluverð útgerð. Leikarinn Hilmir Snær Guðnason hefur í seinni tíð endurvakið þá hefð og hefur boðið veiðimönnum hestaferðir þangað. Stöku sinnum hefur verið farið á þessar slóðir á þyrlu.

Þegar Robson Green, sá þekkti veiðimaður og stjórnandi óteljandi veiðiþátta um allan heim, var gestur Sporðakasta sumarið 2019 æxluðust mál þannig að ákveðið var að veiða þessa efstu staði og ferðast þangað á þyrlu.

Hilmir Snær var leiðsögumaður Robsons í ferðinni og var markmiðið að lenda í mikilli laxveiði. Annað kom á daginn.

Steingrímur Jón Þórðarson kvikmyndaði og klippti efnið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira