70% af stórlöxunum veiðast í Selá

Selá í Vopnafirði er ein af þessum mögnuðu laxveiðiperlum sem Vopnafjörðurinn fóstrar. Áin er svo tær að undrum sætir. Þetta gerir það að verkum að veiðiálag á laxi er með hæsta móti enda sér hann fluguna langt að. Í myndbroti dagsins veiða þeir Sveinn Björnsson og Gísli Ásgeirsson Hamarshyl í Selá.

Af öllum þeim ám sem Sporðaköst hafa myndað í undir vatnsyfirborði er Selá sennilega sú eina sem hægt er að mynda bakka á milli. Skyggnið undir yfirborði er hreint út sagt magnað. Fæstar ár bjóða upp á meira skyggni en sem nemur nokkrum metrum. Í Selá kveður við annan tón.

Sjötíu prósent veiðiálag er á tveggja ára laxi í Selá en það þýðir að sjö af hverjum tíu stórlöxum sem ganga í ána veiðast. Veiðiálag á smálaxi er aðeins lægra eða fimmtíu prósent. Annar hver þeirra veiðist. Hluti af skýringunni er að þeir koma síðar í ána.

Hér sést vel hversu öflug veiðiaðferð hitchið er. Þegar litla plasttúban – gárutúban – skautar yfir laxinn í yfirborðinu er oft sem hann stenst ekki mátið.

Nú eru ekki nema fimm mánuðir þar til fyrstu laxveiðiárnar verða opnaðar á nýjan leik og aðeins tveir mánuðir í að sá silfraði fari að huga að heimferð til Íslands.

Það eru ekki nema þrír mánuðir þar til veiði á sjóbirtingi hefst og vötnin fara að opna eitt af öðru. Daginn er farið að lengja og þetta er allt upp á við.

Steingrímur Jón Þórðarson kvikmyndaði og klippti. Myndskeiðið er úr Sporðakastaþætti sem sýndur var vorið 2019 á Stöð 2.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert