Semja um Laxá í Dölum til tíu ára

Frá Laxá í Dölum. Nú hafa þeir Hreggnasamenn tryggt sér …
Frá Laxá í Dölum. Nú hafa þeir Hreggnasamenn tryggt sér tíu ára leigu á þessari laxveiðiperlu. Ljósmynd/Hreggnasi

Veiðifélagið Hreggnasi hefur undirritað samning við Veiðifélag Laxdæla um leigu á Laxá í Dölum til næstu tíu ára. Er um að ræða framlengingu á leigumálum en Hreggnasi hefur verið með Dalina á leigu frá árinu 2014.

Laxá í Dölum er ein af þessum fornfrægu laxveiðiám sem prýða Vesturland. Veiðin þar í fyrra var mjög góð og skilaði hún ríflega þúsund löxum og var ein besta á Vesturlands. Veitt er á sex stangir í Laxá, eftir 1. ágúst, en fram að þeim tíma er einungis veitt á fjórar stangir. Laxá er mjög háð rigningu og fræg eru hollin þar síðsumars þegar haust rigningar hleypa lífi í laxinn sem þegar er mættur eða veður af stað þegar vex í henni.

Í tilefni af undirritun samningsins, send Hreggnasi frá sér fréttatilkynningu og kemur þar fram að menn eru afar bjartsýnir og búast við góðum tímum framundan, bæði hvað varðar aðbúnað fyrir veiðimenn og ekki síst hvað varðar veiðina sjálfa.

Gunnar Gíslason með stórlax sem hann fékk í Svartfossi í …
Gunnar Gíslason með stórlax sem hann fékk í Svartfossi í Laxá í Dölum. Fiskurinn mældist 102 sentímetrar. Dalirnir geyma árlega nokkra slíka fiska. Ljósmynd/EH

„Framkvæmdir við endurbætur og stækkun á veiðihúsinu við Þrándargil eru þegar hafnar. Öll aðstaða og aðbúnaður veiðimanna mun taka miklum breytingum til batnaðar næstu tvö árin. Laxá í Dölum er með algjöfulustu ám landsins og er nær í sérflokki hvað varðar veiði per stöng og hlutfall stórlaxa í veiði. Mjög stórir árgangar seiða síðustu árin gefa fulla ástæðu til bjartsýni og ekki er ólíklegt að Laxá muni gera enn betur. En með opnun Laxastiga í Sólheimafossi opnast mikið búsvæði. Nær einsdæmi er að svo langur samningar sé gerður um veiðirétt á Íslandi, en Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á síðasta ári samskonar samning við Veiðifélag Grímsár og Tunguár í Borgarfirði. Er það til marks um gott samstarf landeigenda og leigutaka,“ segir í fréttatilkynningu frá Hreggnasa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira