Veiðimenn hafa svo sannarlega tekið eftir því síðustu ár hvað stórum sjóbirtingum er að fjölga. Birtingur sem mælist áttatíu sentímetrar eða stærri er alls ekki orðin óalgeng stærð og þeir skipta tugum það sem af er vertíð. Við höfum tekið saman list yfir þá stærstu til þessa.
Hann Maros Zatko hefur landað þeim stærsta sem sögur fara af í vor. Það var engin smá skepna eða 98 sentímetra sjóbirtingur sem hann veiddi í Skaftá, á Ásgarðssvæðinu, rétt neðan við útfall Tungulækjar.
Sá næst stærsti er 96 sentímetra fiskur sem veiddist í Geirlandsá í síðasta holli. 96 sentímetra fiskur sem veiddist í Ármótum.
95 sentímetra fiskur er bókaður úr Vatnamótum.
Veiðistaðurinn Siggi í Tungulæk gaf 93 sentímetra fisk fyrir viku síðan og tók sá Black Ghost.
Sá stærsti í Eldvatninu er sléttir 90 sentímetrar og var tekinn í Eyjarofi á Squirmy Wormy. Athygli vekur að Eyjarof hefur gefið tæpan helming af öllum fiski í Eldvatninu eða 55 af 129. Greinilegt að þar er mikið af fiski samankomið.
Húseyjarkvísl er með 88 sentímetra fisk sem veiddist í opnunarhollinu á Black Ghost Skull í veiðistaðnum V22.
Tungufljótið er með tvo 86 sentímetra fiska og veiddist annar þeirra í gær. Þar var að verki Bjarki Bóasson og fékk hann fiskinn í Flögubakka. Bjarki sagði í samtali við Sporðaköst í morgun að annar slíkur hefði verið færður til bókar. Athygli vekur að fiskurinn sem Bjarki veiddi er þykkur, nánast eins og haustfiskur. Enda sagði Bjarki að þetta hefði verið mögnuð viðureign. Hann var lengi með hann og það þótt að hann hafi verið með tvíhendu. Þetta er stærsti birtingur sem Bjarki sem hefur landað og óska Sporðaköstum honum til hamingju með þennan glæsilega fisk.
Það er alveg ljóst að þessi listi á eftir að breytast og níutíu köllunum á eftir að fjölga. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Lagarfljót | Jóhannes Sturlaugsson | 2. október 2.10. |
100 cm | Stóra - Laxá | Vigfús Björnsson | 30. september 30.9. |
102 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 19. september 19.9. |
103 cm | Víðidalsá | Rob Williams | 17. september 17.9. |
101 cm | Stóra - Laxá | Jim Ray | 16. september 16.9. |
102 cm | Víðidalsá | Svanur Gíslason | 15. september 15.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Stebbi Lísu | 14. september 14.9. |