Troðfullir af ánamaðki – myndir

Dæmigerð sjón hjá þeim veiðimönnum sem hafa verið að veiða …
Dæmigerð sjón hjá þeim veiðimönnum sem hafa verið að veiða fyrir norðan. Urriði og út úr honum stendur ánamaðkur. Þá gefur Squrimy Wormy vel. Ljósmynd/MÞH

Fréttin fyrr í dag um að urriðar í Mýrarkvísl og Laxá í Aðaldal séu stútfullir af ánamaðki hefur vakið mikla athygli. Það var hann Matthías Þór Hákonarson leigutaki og veiðileiðsögumaður sem sagði okkur frá þessu.

Mörgum hefur þótt þetta afar merkilegt þó að þetta séu gömul sannindi. Við báðum þess vegna Matta um að taka myndir fyrir okkur af þessu fyrirbæri. Það var auðsótt mál og hann sendi okkur nokkrar myndir.

Þessu hóstaði einn urriðinn upp úr sér þegar hann var …
Þessu hóstaði einn urriðinn upp úr sér þegar hann var kominn á land. Þetta eru ekki stórir maðkar en senniega á stærð við hefðbundna "ormaflugu." Ljósmynd/MÞH

Það sem er að gerast er að þegar árnar eru vatnsmiklar og naga úr árbökkum detta ánamaðkar í ána og þar bíður urriðinn og eins og sjá má af myndunum þá er urriðinn að háma þá í sig og út úr sumum þeirra hreinlega vellur ánamaðkur.

Þessi var í miðri máltíð þegar hann sá girnilega Squirmy …
Þessi var í miðri máltíð þegar hann sá girnilega Squirmy Wormy sigla hjá og gleypti hana líka. Ljósmynd/MÞH

Eins og Matti sagði líka þá voru veiðimenn sem hann er með í leiðsögn að reyna hefðbundnar flugur. Straumflugur og púpur. En það var ekki fyrr en „ormaflugan“ eða Squirmy Wormy fór undir að veiðin fór virkilega að taka við sér. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira