Löndunin á þeim stóra – myndband

Við sögðum frá því í gær að Ólafur Vigfússon hefði landað draumafisknum á Farquhar kóralrifinu í Seychelles eyjaklasanum. Þetta reyndist 105 sentímetra Giant Trevally og viðureignin var dramatísk eins og Ólafur fór yfir í fréttinni í gær.

Hér birtist myndband af síðasta hluta viðureignarinnar. Fiskurinn er búinn að strauja á haf út og strika svo á ofsahraða í átt til veiðimannsins, þannig að hann hafði ekki möguleika á að draga nægilega hratt inn á hjólið og varð því að taka til fótanna inn á sandeyjuna.

Þegar hér er komið sögu er leiðsögumaður, Cameron að grýta fiskinn til að fæla fisk sem hafði fylgt þeim tekna eins og skugginn. Þegar hann veður út í og tekur um línuna, er hann að passa að taumurinn rekist ekki í hvassa smákórala sem eru allt í kring. Þá gæti lína skorist í sundur á augabragði.

Ekki tókst að taka hefðbundnar myndir af GT og veiðimanni enda átti leiðsögumaðurinn í mestu erfiðleikum með að hemja þennan mikla fisk. Eftir mælingu kvaddi hann upp á sitt einsdæmi. En sjón er sögu ríkari.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert