Löndunin á þeim stóra – myndband

Við sögðum frá því í gær að Ólafur Vigfússon hefði landað draumafisknum á Farquhar kóralrifinu í Seychelles eyjaklasanum. Þetta reyndist 105 sentímetra Giant Trevally og viðureignin var dramatísk eins og Ólafur fór yfir í fréttinni í gær.

Hér birtist myndband af síðasta hluta viðureignarinnar. Fiskurinn er búinn að strauja á haf út og strika svo á ofsahraða í átt til veiðimannsins, þannig að hann hafði ekki möguleika á að draga nægilega hratt inn á hjólið og varð því að taka til fótanna inn á sandeyjuna.

Þegar hér er komið sögu er leiðsögumaður, Cameron að grýta fiskinn til að fæla fisk sem hafði fylgt þeim tekna eins og skugginn. Þegar hann veður út í og tekur um línuna, er hann að passa að taumurinn rekist ekki í hvassa smákórala sem eru allt í kring. Þá gæti lína skorist í sundur á augabragði.

Ekki tókst að taka hefðbundnar myndir af GT og veiðimanni enda átti leiðsögumaðurinn í mestu erfiðleikum með að hemja þennan mikla fisk. Eftir mælingu kvaddi hann upp á sitt einsdæmi. En sjón er sögu ríkari.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira