Mikil uppsveifla hafin í rjúpnastofninum

Rjúpnaskytta leitar að fugli innan um slóðir og bæli. Útlitið …
Rjúpnaskytta leitar að fugli innan um slóðir og bæli. Útlitið nú er gott samkvæmt fyrstu upplýsingum úr talningum á stofninum. Ólafur K. Nielsen segir vísbendingar um að mikil uppsveifla sé hafin. Ljósmynd/ES

Fyrstu upplýsingar úr talningum á rjúpu sem miða að því að leggja mat á stofninn eru býsna jákvæðar. Stofn rjúpu var metinn í lágmarki síðasta haust þegar veiðitímabil var ákveðið. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur og starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands hélt erindi á ráðstefnu á vegum Skotveiðifélags Íslands í gær, þar sem hann upplýsti þetta. Ráðstefnan var haldin í tilefni þess að 25 ár eru nú liðin frá því að Veiðikortakerfið var tekið upp hér á landi.

Ólafur K. Nielsen fór yfir þær rannsóknir sem hann og aðrir hafa unnið að í tengslum við vöktun á rjúpnastofninum. Sú vöktun byggir meðal annars á reglubundnum talningum á rjúpum í öllum landshlutum. Um þetta atriði sagði Ólafur í erindi sínu að stofninn hefði verið metinn í lágmarki 2021. Hann sagði að talningar væru nú rétt að hefjast. „Fyrstu vísbendingar benda til þess að núna sé mikil uppsveifla hafin.“

Það kemur heim og saman við þau gögn sem Ólafur kynnti um stofnsveiflur rjúpunnar. Á síðustu öld voru sveiflurnar lengri og hægari og voru á tíu til tólf ára fresti. Þá féll stofn rjúpu í fimm til sex ár og hékk svo í lágmarkinu næstu tvö til þrjú ár á eftir. Þetta breyttist að sögn Ólafs skömmu eftir aldamót og stofninn fór að sveiflast mun hraðar. Þá tóku menn líka eftir því að þegar að lágmarki var náð kom mikil aukning strax í kjölfarið og aldrei var neina kyrrstöðu að sjá.

Veðurfar í júní og júlí skiptir miklu máli um hvernig unganum mun reiða af. Þekkt er að mikil afföll geta verið ef hret og illviðri gera á þessum tíma þegar unginn er viðkvæmastur.

En víða er verið að telja rjúpuna um þessa helgi og vonandi halda áfram að berast jákvæðar tölur af stofnstærð.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira