Fyrsti Mörrumlaxinn var 34 pund

Nisse Persson með fyrsta laxinn og þvílíkt ferlíki. 34 pund.
Nisse Persson með fyrsta laxinn og þvílíkt ferlíki. 34 pund. Ljósmynd/Fiskeshoppen

Nú eru ekki nema tvær til þrjár vikur þar til verður vart við fyrstu laxana í íslenskum laxveiðiám. Veiði á Bretlandseyjum hófst í febrúar og í dag gerðist það að fyrsti laxinn veiddi í hinni vel þekktu laxveiðiá Mörrum í Svíþjóð.

Þetta var enginn smá lax. Viktaði 15,99 kíló eða 34 pund. Fiskurinn er svo spikfeitur að undrun sætir. Veiðimaðurinn er gamalreyndur í Mörrum og heitir Nisse Persson.

Stefan Enevoldsen, sem á og rekur Fiskeshoppen Mörrum sem stendur á bökkum árinnar sagði í samtali við Sporðaköst að þetta væri ósköp hefðbundinn tími sem fyrstu fiskarnir veiðast. Nokkuð er síðan að veiði hófst í Mörrum og byggist hún fyrstu vikurnar á sjóbirtingi og laxi sem er að ganga niður eftir hrygningu. En þetta er fyrsti nýgengni laxinn sem veiðist í ár.

Flugan Copperfield sem gaf fyrsta laxinn í Mörrum þetta sumarið.
Flugan Copperfield sem gaf fyrsta laxinn í Mörrum þetta sumarið. Ljósmynd/Stefan Enevoldsen

„Það kemur fyrir að fyrsti laxinn veiðist seint í apríl en oft er það líka fyrstu dagana í maí, eins og gerðist núna,“ sagði Stefan. Hann leyfir sér að gæla við vonina að þetta verði stórlaxa sumar, en viðurkennir að það er ekkert nema óskhyggja. Hann þekkir vel til á Íslandi og var nýlega við silungsveiðar fyrir norðan með hópi félaga. „Ég er hundrað prósent viss um að flugan sem gaf fyrsta laxinn hér í Mörrum gæti virkað vel í vorfisk á Íslandi,“ staðhæfði Stefan.

Þetta er fluga sem heitir Copperfield og var hönnuð á síðustu öld og hefur virkað vel í Mörrum. Stefan tók vel í að senda okkur mynd af flugunni.

Aik Boyman með risalax úr Mörrum. Hann mældist 118 sentímetrar …
Aik Boyman með risalax úr Mörrum. Hann mældist 118 sentímetrar og vigtaði 19,3 kíló. Þessum var landað 10. maí 2019. Ljósmynd/Stefan Enevoldsen

Alvanalegt er að fyrstu laxarnir sem Mörrum gefur séu risastórir og skemmst er að minnast laxins sem við sögðum frá 10. maí 2019. Hann var engin smásmíði og mældist 118 sentímetrar og 19,3 kíló.

Á Bretlandseyjum hafa verið að veiðast virkilega vænir fiskar og verður því forvitnilegt að sjá hvernig tveggja ára laxinn verður sem nú er að nálgast Suður og Vesturströnd Íslands. Fyrsta laxveiðiáin sem opnar er Þjórsá og byrjar veiðimenn þar 1. júní. Svo taka við ár í Borgarfirði og víðar á Vesturlandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert