Mikil uppsveifla í rjúpnastofni staðfest

Rjúpa á Tjörnesi. Vortalning á rjúpu staðfestir mikla aukningu í …
Rjúpa á Tjörnesi. Vortalning á rjúpu staðfestir mikla aukningu í rjúpnastofninum um allt land nema á Austurlandi. Ljósmynd/Ólafur K. Nielssen

Í rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor er staðfest mikil uppsveifla í stofnstærð rjúpu í öllum landshlutum, nema á Austurlandi. „Eindregin uppsveifla greindist í öllum landshlutum nema á austanverðu landinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun.

„Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er stofninn nærri hámarki að stærð, uppsveifla er hafin á Norðausturlandi og Suðurlandi, en á Austurlandi er rjúpum líklega að fækka. Reglubundnar 10–12 ára langar sveiflur í stofnstærð hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn. Þessar sveiflur hafa breyst í kjölfar friðunar 2003 og 2004 og samdráttar í veiði frá 2005 og er nú mun styttra milli hámarka en áður og þetta er sérstaklega áberandi á Norðausturlandi. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á stofnbreytingum mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á afföllum rjúpna 2021–2022 og varpárangri í sumar,“ segir einnig í fréttatilkynningu frá stofnuninni.

Gengið til rjúpna. Formaður SKOTVÍS segir mjög mikilvægt að ekki …
Gengið til rjúpna. Formaður SKOTVÍS segir mjög mikilvægt að ekki var gripið til friðunar eða skerðingar á veiðitíma í fyrra þegar stofninn var í lægð. Nú hafa fengist mikilvæg göng til vinna með. mbl.is/Golli

Við höfum áður greint frá talningum á einstökum svæðum og mældist þar veruleg aukning og jafnvel svo að menn urðu ánægjulega hissa. Talið var á þrjátíu svæðum í öllum landshlutum og tóku 25 manns þátt í talningunni.

Við heyrðum í formanni Skotveiðifélagi Íslands, SKOTVÍS af þessu tilefni. Áki Ármann Jónsson fagnaði þessum niðurstöðum en ekki síður þeirri staðreynd að mikilvægum gögnum var safnað síðasta veiðitímabil þegar talið var að rjúpnastofninn væri í mikilli lægð.

Síðastliðið haust að undangengnu mati á stofnstærð rjúpunnar, áætlaðri veiði og áhættumati, lögðu UST og NÍ til óbreytt veiðitímabil. SKOTVÍS studdi það álit. Var það gagnrýnt af ýmsum aðilum sem vildu jafnvel alfriðun eða verulega styttingu veiðitímabils.
„Nú er það komið í ljós að ofangreint áhættumat stóðst algerlega prófraunina og í fyrsta sinn fáum við veiðigögn í lágmarksárum rjúpunnar. Þessi gögn eru gríðarmikilvæg í þeirri vinnu sem nú er í gangi varðandi stjórnunar og verndaráætlun rjúpunnar. Það var visst gat í gögnunum sem við höfum nú fengið fyllt upp í. Í framtíðinni verður þá hægt að taka yfirvegaðar ákvarðanir studdar bestu fáanlegu gögnum.”
Rjúpa var talin á þrjátíu svæðum í öllum landshlutum og …
Rjúpa var talin á þrjátíu svæðum í öllum landshlutum og tók 25 manns þátt í talningunni. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson
Alfriðun eða skertur veiðitími á þessum tímapunkti hefði auðvitað komið í veg fyrir söfnun þessara gagna og heildarmyndin hefði aldrei fengist,” sagði Áki Ármann.
„Ljóst er að rótækar breytingar hafa orðið á stofnvistfræði rjúpunnar eftir 2003 og 10 ára stofnsveiflan líkt og við þekktum hana er ekki lengur til staðar, hvað sem síðar verður,“ segir í fréttatilkynningu Náttúrufræðistofnunar og er það í takt við það sem Ólafur K. Nielsen sagði í viðtali við Sporðaköst fyrr í mánuðinum. Enn eru þó ekki öll kurl komin til grafar varðandi næsta veiðitímabil. "Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst, í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna. Jafnframt munu þá liggja fyrir útreikningar á afföllum rjúpna 2021–2022 og mat á veiði haustið 2021. Þegar þessi gögn eru tilbúin verður hægt að greina stofnbreytingar frekar,“ segir í niðurlagi fréttatilkynningar Náttúrufræðistofnunar Íslands.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert