Dagatal yfir opnanir í laxveiðinni

Matthías Stefánsson með lax úr opnun í Urriðafossi í Þjórsá …
Matthías Stefánsson með lax úr opnun í Urriðafossi í Þjórsá í fyrra. Hann er orðinn spenntur fyrir miðvikudeginum. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Laxveiðitímabilið hefst á miðvikudag, 1. júní þegar veiði hefst í Urriðafossi í Þjórsá. Fljótlega opna svo fyrstu árnar í Borgarfirði og þar ríður Norðurá á vaðið en fyrsti veiðidagur þar er 4. júní. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir opnanir í nokkrum af helstu laxveiðiánum, sem Sporðaköst hafa fengið staðfestingu á.

5. júní

Blanda

7. júní

Þverá í Borgarfirði

9. júní

Kjarrá

13. júní

Laxá í Leirársveit

15. júní

Miðfjarðará, Laxá í Kjós, Eystri – Rangá, Hítará

17. júní

Grímsá, Laxá á Ásum

19. júní

Langá

20. júní

Víðidalsá, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Elliðaárnar, Haukadalsá, Andakílsá, Ytri – Rangá

21. júní

Laugardalsá, Hrútafjarðará

24. júní

Sandá, Selá, Hofsá, Laxá í Dölum, Hafralónsá, Stóra – Laxá efra svæðið

25. júní

Gljúfurá, Leirvogsá

27. júní

Jökla, Svalbarðsá, Korpa, Stóra – Laxá neðra svæðið

30. júní

Miðfjarðará í Bakkafirði

1. júlí

Þverá, Affall, Breiðdalsá, Flekkudalsá

Nú þegar hafa sést laxar á Stokkhylsbrotinu í Norðurá og í Laxfossi að sunna í Laxá í Kjós.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira