Dagatal yfir opnanir í laxveiðinni

Matthías Stefánsson með lax úr opnun í Urriðafossi í Þjórsá …
Matthías Stefánsson með lax úr opnun í Urriðafossi í Þjórsá í fyrra. Hann er orðinn spenntur fyrir miðvikudeginum. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Laxveiðitímabilið hefst á miðvikudag, 1. júní þegar veiði hefst í Urriðafossi í Þjórsá. Fljótlega opna svo fyrstu árnar í Borgarfirði og þar ríður Norðurá á vaðið en fyrsti veiðidagur þar er 4. júní. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir opnanir í nokkrum af helstu laxveiðiánum, sem Sporðaköst hafa fengið staðfestingu á.

5. júní

Blanda

7. júní

Þverá í Borgarfirði

9. júní

Kjarrá

13. júní

Laxá í Leirársveit

15. júní

Miðfjarðará, Laxá í Kjós, Eystri – Rangá, Hítará

17. júní

Grímsá, Laxá á Ásum

19. júní

Langá

20. júní

Víðidalsá, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Elliðaárnar, Haukadalsá, Andakílsá, Ytri – Rangá

21. júní

Laugardalsá, Hrútafjarðará

24. júní

Sandá, Selá, Hofsá, Laxá í Dölum, Hafralónsá, Stóra – Laxá efra svæðið

25. júní

Gljúfurá, Leirvogsá

27. júní

Jökla, Svalbarðsá, Korpa, Stóra – Laxá neðra svæðið

30. júní

Miðfjarðará í Bakkafirði

1. júlí

Þverá, Affall, Breiðdalsá, Flekkudalsá

Nú þegar hafa sést laxar á Stokkhylsbrotinu í Norðurá og í Laxfossi að sunna í Laxá í Kjós.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert