Málarinn með þann fyrsta úr Eystri

Alexander málari með fyrsta laxinn úr Eystri - Rangá sumarið …
Alexander málari með fyrsta laxinn úr Eystri - Rangá sumarið 2022. Jóhannes Hinriksson var á háfnum. Ljósmynd/GAÁ

Eystri – Rangá opnaði í morgun, en enginn lax veiddist á fyrri vaktinni. Menn voru samt alveg upplitsdjarfir og þóttust vissir um að sá silfraði væri mættur. Það fékkst svo staðfest nú síðdegis þegar Alexander Arnarson málari mætti á svæðið á seinni vaktina. Hann átti Bátsvaðið og mjög fljótlega setti þessum fyrrum landsliðsmaður í handknattleik í hörkufisk. Eftir drjúga viðureign landaði hann 92 sentímetra fiski og Eystri – Rangá er komin á blað.

Laxi númer tvö í vor var landað í Mýrarkvíslinni í gær. Einn hafði deginum áður farið af við háfinn í löndun. Það sem er spennandi við þetta, er að laxinn er óvenju snemma á ferðinni í kvíslinni þetta árið. Sporðaköst báru þetta undir Matthías Þór Hákonarson leigutaka. Hann sagðist ekki muna eftir tveimur löxum í júní frá því árið 2016. „Hvort að þetta er einhver fyrirboði skal ég ekki segja til um,“ sagði Matthías.

Kátir félagar með lax númer tvö úr Kvíslinni í sumar. …
Kátir félagar með lax númer tvö úr Kvíslinni í sumar. Sá þriðji slapp í fyrrakvöld. Ísak heldur á laxinum og Matthías er býsna kátur. Þetta hefur ekki gerst frá því árið 2016 að kvíslin sé að skila tveir löxum í júní. Ljósmynd/MÞH

Margir minnast enn ársins 2016 enda var það mjög gott veiðiár og óvenju mikið var af stórlaxi. Þannig urðu Nesbræður í Aðaldal nánast uppiskroppa með 20 punda nælur það sumarið sem veiðimenn fá við að landa slíkum fiski.

Fiskar hafa sést í Laxá fyrir neðan Æðarfossa í Kistukvíslinni. Jón Helgi Björnsson upplýsti það á facebook síðu sinni. Big Laxá, eins og útlendingar kalla hana, opnar næstkomandi mánudag, þann 20.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert