Málarinn með þann fyrsta úr Eystri

Alexander málari með fyrsta laxinn úr Eystri - Rangá sumarið …
Alexander málari með fyrsta laxinn úr Eystri - Rangá sumarið 2022. Jóhannes Hinriksson var á háfnum. Ljósmynd/GAÁ

Eystri – Rangá opnaði í morgun, en enginn lax veiddist á fyrri vaktinni. Menn voru samt alveg upplitsdjarfir og þóttust vissir um að sá silfraði væri mættur. Það fékkst svo staðfest nú síðdegis þegar Alexander Arnarson málari mætti á svæðið á seinni vaktina. Hann átti Bátsvaðið og mjög fljótlega setti þessum fyrrum landsliðsmaður í handknattleik í hörkufisk. Eftir drjúga viðureign landaði hann 92 sentímetra fiski og Eystri – Rangá er komin á blað.

Laxi númer tvö í vor var landað í Mýrarkvíslinni í gær. Einn hafði deginum áður farið af við háfinn í löndun. Það sem er spennandi við þetta, er að laxinn er óvenju snemma á ferðinni í kvíslinni þetta árið. Sporðaköst báru þetta undir Matthías Þór Hákonarson leigutaka. Hann sagðist ekki muna eftir tveimur löxum í júní frá því árið 2016. „Hvort að þetta er einhver fyrirboði skal ég ekki segja til um,“ sagði Matthías.

Kátir félagar með lax númer tvö úr Kvíslinni í sumar. …
Kátir félagar með lax númer tvö úr Kvíslinni í sumar. Sá þriðji slapp í fyrrakvöld. Ísak heldur á laxinum og Matthías er býsna kátur. Þetta hefur ekki gerst frá því árið 2016 að kvíslin sé að skila tveir löxum í júní. Ljósmynd/MÞH

Margir minnast enn ársins 2016 enda var það mjög gott veiðiár og óvenju mikið var af stórlaxi. Þannig urðu Nesbræður í Aðaldal nánast uppiskroppa með 20 punda nælur það sumarið sem veiðimenn fá við að landa slíkum fiski.

Fiskar hafa sést í Laxá fyrir neðan Æðarfossa í Kistukvíslinni. Jón Helgi Björnsson upplýsti það á facebook síðu sinni. Big Laxá, eins og útlendingar kalla hana, opnar næstkomandi mánudag, þann 20.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Dölum Stefán Sigurðsson 24. júní 24.6.
102 cm Laxá í Aðaldal Dagur Ólafsson 24. júní 24.6.
104 cm Þverá Snorri Arnar Viðarsson 15. júní 15.6.
105 cm Laxá í Leirársveit Pétur Óðinsson 13. júní 13.6.
Veiðiárið 2021:
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.

Skoða meira