Laxveiði í Elliðaánum opnar á mánudag

Veiði hefst á mánudag.
Veiði hefst á mánudag. Ljósmynd/Aðsend

Opnun Elliðaánna verður á mánudag klukkan sjö við veiðihúsið í Elliðaárdal. Þetta er í 83. skipti sem árnar eru opnaðar fyrir laxveiði.

„Laxinn er þegar genginn í árnar og má reikna með líflegri stemningu við bakkann. Það verður spennandi að sjá við hvaða veiðistað í Elliðaánum laxinn kemur upp en hann er sennilega sá lax sem mest er myndaður á landinu á hverju ári,“ segir í tilkynningu frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Dölum Stefán Sigurðsson 24. júní 24.6.
102 cm Laxá í Aðaldal Dagur Ólafsson 24. júní 24.6.
104 cm Þverá Snorri Arnar Viðarsson 15. júní 15.6.
105 cm Laxá í Leirársveit Pétur Óðinsson 13. júní 13.6.
Veiðiárið 2021:
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.

Skoða meira