Krókódíllinn í Túnhyl í Miðfirði

Þegar sumarið er að renna sitt skeið á enda upphefst svokallaður krókódílatími í laxveiðinni. Blessunarlega er langt í hann en þetta er tími stóru hænganna. Þeir eru þá búnir að taka mikinn lit og orðnir vígalegir. Baráttan um hrygnurnar stendur sem hæst og þá eykst oft tökugleðin.

Hér getur að líta viðureign við einn slíkan krókódíl í Túnhyl í Vesturá í Miðfirði. Það er Marina Gibson og móðir hennar Joanna sem veiða, undir leiðsögn Rafns Vals Alfreðssonar leigutaka. Þetta er lokasenan úr Sporðakastaþætti sem tekin var upp sumarið 2019 og sýndur á Stöð 2 vorið 2020.

Marina slóst þarna við einn stærsta lax sem hún hafði sett í um ævina. 

Myndataka og klipping var í höndum Steingríms Jóns Þórðarsonar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert