Sjóbirtingurinn mættur snemma í ár

Kátur breskur veiðimaður með birting sem hann veiddi við Bjarnafoss. …
Kátur breskur veiðimaður með birting sem hann veiddi við Bjarnafoss. Þetta þykir snemmta fyrir sjóbirtinginn á þessum slóðum. Ljósmynd/Fish Partner

Fyrstu nýgengnu sjóbirtingarnir í Tungufljóti veiddust um helgina á efsta veiðistað, sem er Bjarnafoss. Þá sáust spegilbjartir birtingar í vatnaskilunum við Syðri – Hólma. Það voru breskir veiðimenn sem lönduðu þeim fyrstu en þeir áttu frekar von á laxi á þessum tíma.

Algengt er að birtingurinn láti sjá sig á þessum slóðum, í Vestur – Skaftafellssýslu, undir mánaðamótin júlí ágúst. Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner staðfesti þetta og sagði athyglisvert að birtingurinn hefði gengið snemma til sjávar í vor. „Oft eru þeir síðustu að fara í fyrstu vikunni í júní en nú í vor gengu síðustu fiskarnir út 25. maí. Hlýtt vor gæti verið skýring hvers vegna þeir eru svona snemma í ár. Bæði á leið til sjávar og aftur upp í ferskvatnið,“ sagði Kristján Páll í samtali við Sporðaköst.

Þessi var líka veiddur við Bjarnafoss og veiðimennirnir sáu birtinga …
Þessi var líka veiddur við Bjarnafoss og veiðimennirnir sáu birtinga neðst í Tungufljótinu, við vatnaskilin. Ljósmynd/Fish Partner

Tungufljót er fyrst og fremst sjóbirtingsá og ein af þeim þekktari á Íslandi. Laxastofn er í ánni en hann er ekki stór. Þó veiðst alltaf nokkrir laxar á hverju sumri. Það er ærið misjafnt milli ára.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira