Sjá mikið af stórlaxi í Sæmundará

Atli Freyr með stórlaxinn úr Landshorni í Sæmundará. Sumarið í …
Atli Freyr með stórlaxinn úr Landshorni í Sæmundará. Sumarið í Skagafirði kemur vel í gegn á þessari mynd. Ljósmynd/HH

Veiði í Sæmundará skammt frá Sauðárkróki fer vel af stað. Áin opnaði 7. júlí og eru nú komnir á land ríflega fjörutíu laxar. Fyrstu dagana er veitt á tvær stangir en svo er þeim fjölgað í þrjár yfir besta veiðitímann en fækkar svo aftur í tvær undir lokin.

Holl sem er að ljúka veiðum á hádegi í dag er komið með tíu laxa og hafa misst töluvert. Heildarveiði það sem af er losar nú ríflega fjörutíu laxa. Þetta er betri byrjun er verið hefur síðustu ár.

„Hollið á undan okkur var með fjórtán laxa og við erum búnir að landa tíu löxum og fá um þrjátíu urriða. Þetta er bara frábær byrjun og við erum að veiða hér ellefta árið í röð og okkur finnst þessi á alveg stórkostleg,“ sagði Atli Freyr Sveinsson í samtali við Sporðaköst.

Atli segir að þeir félagar fái alltaf á bilinu tólf til átján fiska í þessu holli. „Við erum búnir að sjá mikið af fiski í henni núna. Það er mikið af stórum fiski og það sem er líka mjög jákvætt er að hann er dreifður og fiskur er kominn upp um alla á.“

Hann lenti í miklu ævintýri í veiðistaðnum Landshorni. „Þessi fiskur tók Black Sheep tvíkrækju númer sextán. Við komum að veiðistaðnum ég og Halldór Harðarson félagi minn. Hann lagði línurnar og ég kastaði á efri pallinn á staðnum, enda er hún vatnsmikil. Hann gjörsamlega negldi þetta í þriðja kasti. Þetta var löng viðureign og ég var með hann á í einhverjar fimmtíu mínútur áður en við náðum honum. Svakalega flottur fiskur og sterkur enda ný kominn úr sjó en ekki lúsugur. Það er gott hlutfall stórlaxa í Sæmundará. Við erum búnir að landa í hollinu. Þessum 98 sentímetra og svo hafa líka komið 87 og 82 sentímetra. Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Atli. Eins og sést á myndinni sem fylgir með fréttinni er þetta fallegur vor fiskur og mældist 98 sentímetrar. 

Atli segir að þó að Sæmundará sé ekki mikið fljót þá er hún ótrúlega fjölbreytt og býður upp á mikið magn af veiðistöðum. Áin er laxgeng allt að 22 kílómetra frá ósi.

„Ég veiddi þessa á oft í gamla daga, sem krakki og þá var hún ofveidd og var ekki að skila miklu. Það hefur verið mjög gaman að sjá hversu vel núverandi leigutakar hafa haldið utan um ána. Þeir eru búnir að byggja hana vel upp og þeir fá alveg ótrúlega mikið hrós frá mér. Bæði er öll uppbygging í kringum ána til fyrirmyndar og svo hefur tekist að rækta hér upp mikið af fiski. Þannig að þetta er orðin alger perla,“ sagði Atli.

Laxinn hans Atla er fimmti laxinn í sumar sem mælist yfir níu tíu sentímetra í Sæmundará.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert