Taldi 51 lús á litlum sjóbirtingi

Ívar Örn taldi 51 lús á birtingnum sem var smávaxinn. …
Ívar Örn taldi 51 lús á birtingnum sem var smávaxinn. Hann hefur aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Hefur hann þó stundað veiðar á sjóbirtingi í sjó í rúma þrjá áratugi. Ljósmynd/Ívar Örn Hauksson

„Ég hef veitt sjóbirting á flugu í sjó hér í Arnarfirði og nágrenni í meira en þrjátíu ár og hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég taldi 51 lús á honum. Ég hef alveg veitt birtinga með lús oft áður og þær geta alveg farið upp í að fimm, sex jafnvel sjö á þessum stærri fiski og þá í kringum veiðiugga eða aftur við stirtlu,“ sagði Ívar Örn Hauksson í samtali við Sporðaköst.

Hann veiddi lítinn sjóbirting í gær og eins og fyrr segir taldi hann 51 lús á honum. Hann telur að þær hafi verið fleiri því það vantaði víða hreisturflögur á fiskinn og ummerki sáust á honum eftir fleiri lýs.

Fiskurinn veiddist í Arnarfirði en þar eru einmitt sjókvíar þar …
Fiskurinn veiddist í Arnarfirði en þar eru einmitt sjókvíar þar sem alinn er lax. Ljósmynd/Ívar Örn Hauksson

Það er ekki langt í sjókvíaeldi í Arnarfirðinum þar sem Ívar Örn veiddi birtinginn. Ein helsta ógn sem Norðmenn hafa tilkynnt um í tengslum við sjókvíaeldi er mikið af lús og berst hún á villtan fisk og getur drepið hann. Ívar Örn kannast við þetta og hefur kynnt sér umhverfismat í tengslum við sjókvíaeldi. Þar segir hann að vitnað hafi verið til norskra heimilda þess efnis að ellefta lúsin sem fiskur fær sig ríði baggamuninn og þá séu allar líkur á að hann drepist ef fiskurinn er ungur.

Hann tók myndirnar sem fylgja fréttinni og sýna þær greinilega mikið magn af lús á fiskinum og þá ekki síst á höfði og tálknum. Eftir að hafa hreinsað lýsnar af sjóbirtingnum sleppti hann honum aftur.

Lýs voru líka á kviðnum á fiskinum og einnig vantaði …
Lýs voru líka á kviðnum á fiskinum og einnig vantaði hreisturflögur á kviðinn sem bendir til að lýsnar hafi verið enn fleiri. Ljósmynd/Ívar Örn Hauksson

Andstæðingar sjókvíaeldis á Íslandi hafa bent á hættuna af mikilli lúsahættu í kringum sjókvíaeldi. Því hefur alltaf verið hafnað en ljóst er að þessi birtingur hefur lent í aðstæðum sem eru mjög ólíkar því sem gerist og gengur. Ástæða er til að hvetja fólk og sérstaklega veiðimenn til að fylgjast með lús á laxfiskum og tilkynna ef þeir verða varir við tilvik líkt og þetta. Mikilvægt er að halda utan um slík atvik.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert