Vill veiða alla daga og spila fótbolta

Eyþór Rúnarsson með draumafiskinn úr Eyjafjarðará. Þessi mældist 69 sentímetrar …
Eyþór Rúnarsson með draumafiskinn úr Eyjafjarðará. Þessi mældist 69 sentímetrar og vigtaði 9 pund í háfnum. Henni var svo sleppt eins og lög gera ráð fyrir. Ljósmynd/Valgerður

Hann er sextán ára og heltekinn af veiðidellu og vill helst ekkert annað gera en að veiða. Jú og spila fótbolta. Ekki minnkaði veiðidellan með þeim stórkostlega fiski sem hann landaði á fimmtudag á svæði fimm í Eyjafjarðará.

Þetta er hann Eyþór Rúnarsson sem er búsettur á Akureyri. Þegar Sporðaköst náðu tali af veiðimanninum unga var hann í æfingaakstri með Valgerði Jónsdóttur, móður sinni. Hann stöðvaði bílinn og tók símtalið. Eyþór verður sautján ára á næsta ári og það mátti heyra á móður hans að það er aðeins tilhlökkunarefni að styttist í bílprófið og hann geti sjálfur farið að keyra fram í Eyjafjarðará. „Ég myndi vilja veiða alla daga og spila fótbolta,“ segir hann þegar hann svarar spurningunni hversu mikla veiðidellu hann sé með.

„Ég fékk þessa á agnahaldslausa Squirmy wormy og var kominn yfir Eyjafjarðarána á móts við ármótin þar sem Torfufellsáin kemur út í hana. Það er lítill hylur þar rétt fyrir ofan og þar tók hún. Þetta var alveg í lokin á vaktinni rétt fyrir klukkan tíu. Svona kortér í. Það var svo skrítið að um leið og hún tók þá rauk hún niður. Ég var einn á hinum bakkanum en Ívar bróðir minn þurfti að fara lengst niður eftir til að komast yfir á brúnni og ég þurfti að fara langt á eftir henni og þreyta hana lengi. Samt tók ég mjög fast á henni en það er mjög mikill straumur á þessum slóðum og það var mjög mikið í Torfufellsánni. Þetta hafa örugglega verið svona tuttugu mínútur. Kannski meira.“

Ívar Rúnarsson, fjórtán ára með silfurbjarta bleikju sem hann veiddi …
Ívar Rúnarsson, fjórtán ára með silfurbjarta bleikju sem hann veiddi fyrr í sumar og einmitt í ármótum Eyjafjarðarár og Torfufellsár. Glæsilegur fiskur sem mældist 55 sentímetrar. Ljósmynd/Valgerður

Hann kom loks að góðu viki þar sem hann gat þreytt bleikjuna og sá þá hversu svakalega þykk og stór hún var. 

Fimmta svæðið í Eyjafjarðará er miklu uppáhaldi hjá Eyþóri og Ívari bróður hans og var þetta þriðja ferð þeirra í ána í sumar.

Fram til þessa var stærsta bleikja sem hann hafði fengið 67 sentímetrar. Raunar fengið tvær slíkar. „Þessi var 69 sentímetrar og ég hef aldrei mælt fisk svona svakalega oft. Mig langaði svo að hún næði 70, ég get ekki lýst því. Ég held ég hafi mælt hana svona tólf sinnum en hún var alltaf jöfn löng,“ hlær Eyþór.

Hér sést vel hversu stór og mikil bleikja þetta er.
Hér sést vel hversu stór og mikil bleikja þetta er. Ljósmynd/ER

Hún vóg níu pund, vigtuð í háfnum og var sleppt eins og ber að gera með allar bleikjur í Eyjafjarðará. „Hún var mjög spræk þegar hún fékk frelsið.“

Það er stutt í næstu ferð í Eyjafjarðará fyrir þá bræður Eyþór og Ívar. Það er mikil spenna í gangi enda urðu þeir varir við töluvert af bleikju í göngu upp ána. Þeir vonast til að hitta þær upp á fimmta svæði fljótlega. Þeir bræður eru hluti af ungliðadeildinni sem Jón Gunnar Benjamínsson einn af stjórnarmönnum í veiðifélaginu hefur verið duglegur að fara með og kenna á ána. Þar kannast eflaust margir við Benjamín Þorra Bergsson bleikjuhvíslara og frænda Jóns Gunnars sem oft hefur veitt með þeim bræðrum.

Vigtuð í háfnum. Níu pund. Enda tók þessi virðureign hátt …
Vigtuð í háfnum. Níu pund. Enda tók þessi virðureign hátt í hálftíma. Ljósmynd/ER

Þeir fóru að veiða skömmu eftir að þeir fóru að ganga og hafa síðan verið helteknir af þessu sporti, ásamt því að spila fótbolta með KA.  Þeir veiða nú orðið eingöngu á flugu,“ sagði Valgerður móðir þeirra aðspurð um veiðidellu þeirra bræðra. Ljóst má vera af þessum orðum að þeir hafa fengið heilbrigt og gott veiðiuppeldi. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.

Skoða meira