Tvær flugur með yfirburðastöðu í laxinum

Hér má sjá ýmsar útfærslur af Sunray túbum. Það sem …
Hér má sjá ýmsar útfærslur af Sunray túbum. Það sem einkennir þær þó allar er svartur yfirvængurinn og svo er búið að útbúa margs konar afbrigði. Ljósmynd/Veiðihornið

Tvær flugur og ýmsar útgáfur af þeim hafa algera yfirburðarstöðu þegar skoðaðar eru veiðibækur úr nokkrum af helstu laxveiðiánum. Þetta eru þær Sunray Shadow og Rauð Frances. Þessar flugur er hnýttar í margvíslegum útgáfum. Sunray Shadow er oft skammstöfuð sem SRS í handskráðu veiðibókunum og getur vísað til hefðbundinnar tvíkrækju en oftast er um að ræða flottúbu með þríkrækju sem hnýtt er aftan í túbuna.

Ný afbrigði af SRS koma stöðugt fram og sumar náði Sunray Eskimo nokkrum vinsældum. SRS má veiða með margvíslegum hætti. Hefðbundið og stundum gefur góða raun að hitcha flottúbuna. Sem dæmi um veiði þá hafa ríflega hundrað laxar veiðst á SRS í Þverá af 550 löxum. Rauð Frances er með 63 laxa. Hins vegar er merkilegt að sjá að flugan Silver Sheep hefur gefið flesta laxa í Þverá í Borgarfirði eða 101. Í Hofsá í Vopnafirði eru um tvö hundruð laxar bókaðir á SRS útfærslur og þar af ríflega fjörutíu á Sunray Eskimo. Þyngdar Frances útgáfur eru rétt ríflega hundrað laxa.

Rauð og svört Frances eru algengastar en þær eru líka …
Rauð og svört Frances eru algengastar en þær eru líka til bleikar, hvítar, bláar, grænar og í enn fleiri litum. Ljósmynd/Veiðihornið

Í Blöndu eru bókaðir 141 lax á SRS og Frances rauðar eru með um níutíu fiska af samtals 516 bókuðum löxum.

Laxá í Kjós hefur gefið flesta laxa á hitch eða 89 af 600. Þar á eftir koma að sjálfsögðu SRS og Frances útfærslur, bæði rauðar og svartar. Flottúban Valbeinn kemst þar á listann með 46 laxa.

Miðfjarðará sker sig aðeins út. Hátt í þriðjungur af veiðinni hefur komið á hitch, eða 291 lax af 950. Sunray, og Collie Dog koma þar á eftir. Athygli vekur að Frances flugur komast ekki á listann. Í Miðfirði eru sökklínur ekki leyfðar og ljóst að leiðsögumenn geta haft mikið að segja um hvaða flugur er verið að nota og gefa þess vegna flesta fiskana. Sporðaköst vita að hið öfluga leiðsögumannateymi í Miðfirði elskar að hitcha. Það eiga þeir, Jonni, Helgi, Gary og Alejandro allir sameiginlegt.

Af öðrum flugum sem vert er að nefna sem hafa gefið vel, þó að þær séu ekki í toppsætum um allt land, má nefna, Bismó silfur, Dimmblá, Radian og Bláma.

Nú þegar göngur eru víðast hvar að baki og þeir laxar sem höfðu það í sér að ganga í árnar í sumar eru flestir mættir, gæti verið ráð að fara í óséða hluti. Breikka fluguvalið og setja undir flugur sem hann hefur kannski ekki séð áður.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira