Sá stærsti úr Kjarrá í sumar

Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í Kjarrá í …
Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í Kjarrá í sumar. Hann tók rauðan Frances kón 1/4". Veiðimaður er Tryggvi Ársælsson. Ljósmynd/TÁ

Stærsti lax sumarsins til þessa í Kjarrá, eða Kjarará eins og margir vilja kalla hana, veiddist í Lambastreng í gær. Það var Tryggvi Ársælsson sem setti þennan volduga hæng og landaði honum. Flugan var lítill rauður Frances kónn.

Kampakátur og dúðaður í íslenska sumarveðrinu 2022. Þetta er alvöru …
Kampakátur og dúðaður í íslenska sumarveðrinu 2022. Þetta er alvöru sleggja. Ljósmynd/TÁ

Tryggvi og félagar vönduðu til mælinga á laxinum og mældist hann 100,5 sentímetrar og færist hann til bókar á hundraðkallalista Sporðakasta sem 100 sentímetrar. Að sögn Tryggva var skítaveður á veiðimönnum í Kjarrá. Rok og rigning. Veiðin í hollinu var ágæt að hans sögn án þessar að nokkrar tölur væru nefndar. Þetta er annar hundraðkallinn sem veiðist á vatnasvæðinu, en neðri hluti árinnar, Þverá gaf einn slíkan upp á 104 sentímetra snemmsumars. Sá fiskur gæti mælst 107 eða 108 sentímetrar veiðist hann aftur nú síðsumar þegar krókódílatíminn hefst í september.

Þessi hængur var mældur 100,5 sentímetrar i vitna viðurvist.
Þessi hængur var mældur 100,5 sentímetrar i vitna viðurvist. Ljósmynd/TÁ

Veiðin í Þverá/Kjarrá hefur verið aðeins betri í sumar en í fyrra og var þegar síðustu tölur voru birtar á vef Landssambands veiðifélaga komin í 1.151 lax. Á sama tíma í fyrra voru þær í rétt rúmlega þúsund löxum. Þetta er annað árið í röð sem bati er í veiðinni á þessum slóðum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.

Skoða meira