Sá stærsti úr Kjarrá í sumar

Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í Kjarrá í …
Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í Kjarrá í sumar. Hann tók rauðan Frances kón 1/4". Veiðimaður er Tryggvi Ársælsson. Ljósmynd/TÁ

Stærsti lax sumarsins til þessa í Kjarrá, eða Kjarará eins og margir vilja kalla hana, veiddist í Lambastreng í gær. Það var Tryggvi Ársælsson sem setti þennan volduga hæng og landaði honum. Flugan var lítill rauður Frances kónn.

Kampakátur og dúðaður í íslenska sumarveðrinu 2022. Þetta er alvöru …
Kampakátur og dúðaður í íslenska sumarveðrinu 2022. Þetta er alvöru sleggja. Ljósmynd/TÁ

Tryggvi og félagar vönduðu til mælinga á laxinum og mældist hann 100,5 sentímetrar og færist hann til bókar á hundraðkallalista Sporðakasta sem 100 sentímetrar. Að sögn Tryggva var skítaveður á veiðimönnum í Kjarrá. Rok og rigning. Veiðin í hollinu var ágæt að hans sögn án þessar að nokkrar tölur væru nefndar. Þetta er annar hundraðkallinn sem veiðist á vatnasvæðinu, en neðri hluti árinnar, Þverá gaf einn slíkan upp á 104 sentímetra snemmsumars. Sá fiskur gæti mælst 107 eða 108 sentímetrar veiðist hann aftur nú síðsumar þegar krókódílatíminn hefst í september.

Þessi hængur var mældur 100,5 sentímetrar i vitna viðurvist.
Þessi hængur var mældur 100,5 sentímetrar i vitna viðurvist. Ljósmynd/TÁ

Veiðin í Þverá/Kjarrá hefur verið aðeins betri í sumar en í fyrra og var þegar síðustu tölur voru birtar á vef Landssambands veiðifélaga komin í 1.151 lax. Á sama tíma í fyrra voru þær í rétt rúmlega þúsund löxum. Þetta er annað árið í röð sem bati er í veiðinni á þessum slóðum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira