Afskaplega rólegt var yfir laxveiðinni í síðustu viku. Má segja að það sé heilt yfir landið og einu árnar sem voru að skila þokkalegri veiði voru á NA – landi. Topp fimmtán listinn er lítið breyttur frá síðustu viku. Rangárnar eru að gefa þokkalega veiði miðað það sem menn eiga að venjast þar á bæ. Ytri – Rangá er þó sínu betri. Vikuveiðin þar var 240 laxar en í Eystri var 154 laxar.
Miðfjarðará er enn að gefa þokkalega veiði en þar komu á land 94 laxar. Vesturlandið var að öðru leiti mjög rólegt.
Við birtum hér topp fimmtán listann og í sviga fyrir aftan er fjöldi laxa sem höfðu veiðst á sama tíma í fyrra.
1. Ytri – Rangá og Vesturb. Hólsár 3.261 (2.387) Vikuveiði 240
2. Eystri – Rangá 2.522 (2.218) Vikuveiði 154
3. Þverá/Kjarrá 1.290 (1.193) Vikuveiði 46
4. Norðurá 1.236 (1.285) Vikuveiði (Liggur ekki fyrir)
5. Miðfjarðará 1.207 (1.307) Vikuveiði 94
6. Hofsá 1.015 (494) Vikuveiði 80
7. Selá 977 (653) Vikuveiði 85
8. Urriðafoss 943 (823) *Vantar tölur fyrir síðustu viku
9. Langá 825 (660) Vikuveiði 50
10. Haffjarðará 774 (782). Vikuveiði 52
11. Laxá á Ásum 723 (506) Vikuveiði 28
12. Elliðaár 718 (527) Vikuveiði 52
13. Laxá í Kjós 657 (646) Vikuveiði 13
14. Laxá í Leirársveit 652 *Vantar nýjar tölur
15. Jökla 649 *Vantar nýjar tölur
Nú styttist í að fyrstu árnar loki. Í öðrum er hins vegar svokallaður krókódílatími að hefjast þegar stóru hængarnir fara á stjá og koma aftur inn í veiðina. Þá geta nokkrir stórir gefið sig.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
107 cm | Grímsá | Jón Jónsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Víðidalsá | Jón Eðvald Halldórsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Víðidalsá | Nils Folmer Jorgensen | 17. september 17.9. |
100 cm | Stóra - Laxá | Jóhann Gunnar Jóhannsson | 13. september 13.9. |
100 cm | Miðfjarðará | Daði Þorsteinsson | 12. september 12.9. |
102 cm | Stóra - Laxá | Reto Suremann | 10. september 10.9. |
103 cm | Stóra - Laxá | Magnús Stephensen | 10. september 10.9. |