Maðkaopnunin fór yfir 700 laxa

Jakob Hallgeirsson með nokkra laxa úr hollinu sem samtals landaði …
Jakob Hallgeirsson með nokkra laxa úr hollinu sem samtals landaði 704 löxum. Ljósmynd/IO

Sannkölluð veisla var í Ytri – Rangá síðustu daga þegar maðkaopnunarhollið var við veiðar. Hollið hóf veiði á föstudag og lauk störfum á hádegi í dag. Veitt var í fjóra daga á átján stangir. Samtals veiddust 704 laxar í hollinu.

Mikil veiði er iðulega í þessu holli en þá er opnað fyrir veiði með maðki og spún, en fram til þessa hefur einungis verið veitt á flugu í Ytri. Nú er blandað agn leyft út veiðitímann. Með þessu holli er áin að nálgast fjögur þúsund laxa sem er mun betri veiði en verið hefur síðustu ár í Ytri – Rangá. Í fyrra veiddust 3.467 laxar og 2.642 laxar sumarið 2020.

Heildartalan sem hollið náði er á við veiði í góðri laxveiðiá það sem af er sumri. Þannig höfðu Elliðaárnar gefið 718 laxa um síðustu mánaðamót og Laxá í Leirársveit 673 laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.
103 cm Ytri - Rangá Adrian Stauss 8. september 8.9.

Skoða meira