Þeir stærstu úr Miðfirði og Víðidal

Svanur með 102 sentímetra laxinn úr Faxabakka í Víðidalsá. Sá …
Svanur með 102 sentímetra laxinn úr Faxabakka í Víðidalsá. Sá stærsti til þessa sumarið 2022 úr ánni. Ljósmynd/Sigurjón Gíslason

Stærstu laxar sumarsins, til þessa veiddust í Miðfjarðará og Víðidalsá í gær og í fyrradag. Bræðurnir Svanur og Sigurjón Gíslason lönduðu 102 sentímetra laxi í Faxabakka í Víðidalsá í gær. Svanur setti í hann og Sigurjón háfaði tröllið.

Svanur fær aðstoð frá Sigurjóni við að halda á stórlaxinum. …
Svanur fær aðstoð frá Sigurjóni við að halda á stórlaxinum. Flugan var einkrækja í boxi sem merkt var Johnny Walker. Nafnið er ekki ljóst. Ljósmynd/SG

Deginum áður hafði Stebbi Lísu, eins hann er ávallt kallaður sett í og landað 101 sentímetra fisk í Grjóthyl í Miðfirði. Honum til aðstoðar var Guðbjartur Haraldsson og staðfesti hann mælinguna á þessum stærsta laxi sem veiðst hefur í Miðfjarðará í sumar.

Þetta er flugan sem hann tók á dauðareki ofarlega í …
Þetta er flugan sem hann tók á dauðareki ofarlega í Faxabakka. Ljósmynd/Sigurjón Gíslason

Báðir þessir hundraðkallar voru hængar, eins og sést á myndunum. Báðir veiðimenn, Svanur og Stebbi Lísu voru að landa sínum stærstu löxum á ævinni. Fiskurinn hans Stebba tók Black Brahan númer tólf. Málið vandast þegar kemur að flugunni sem Faxabakkafiskurinn í Víðidal tók. Sigurjón bróðir Svans fékk þessa flugu að gjöf í sumargleði hjá Ölgerðinni og var hún í fluguboxi sem merkt var Johnny Walker. Þetta er einkrækja á gullkrók og einkar falleg að sögn Sigurjóns. Mynd fylgir með og kannist einhver við þessa flugu þá eru ábendingar vel þegnar.

Stebbi Lísu með hænginn úr Grjóthyl sem mældist 101 sentímetri …
Stebbi Lísu með hænginn úr Grjóthyl sem mældist 101 sentímetri og þar með sá stærsti úr Miðfirði í sumar. Ljósmynd/GH

Annar hundrað sentímetra fiskur hefur veiðst í sumar í Miðfirði og var það einnig í Grjóthyl í byrjun ágúst.

Svanur Gíslason sem var að veiða sinn allra stærsta fisk á ævinni sagði í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi að þessi viðureign hefði tekið virkilega á. Bæði andlega og líkamlega. „Ég var að fara að hætta þegar Sigurjón bróðir minn hvatti mig til þess að taka eina umferð enn með einkrækjunni. Ég fór alveg efst í hylinn þar sem eru falleg grjót í botninum og kastaði yfir þau. Mjög fljótlega fékk ég þessa rosalegu töku og hann tók fluguna með svakalegum látum,“ sagði Svanur.

Stebbi með sinn stærsta. Menn voru ófeimnir við að flíka …
Stebbi með sinn stærsta. Menn voru ófeimnir við að flíka tilfinningum á bakkanum. Gott faðmlag áður en þeir kveðjast. Ljósmynd/GH

Viðureignin stóð í um þrjú kortér og mátti vart á milli sjá af hvorum var meira dregið, veiðimanni eða laxi þegar Sigurjón náði honum í háfinn. Faxabakki í Víðidal geymir töluvert magn af stórlaxi og veiddist þar í byrjun viku 98 sentímetra lax í tvígang sama daginn.

Nú er krókódílatíminn heldur betur runninn upp og stóru hængarnir eru orðnir árásargjarnir. Það er gaman að nefna það að fiskurinn sem Svanur veiddi er hundraðkall númer hundrað sem við skráum á hundraðkallalistann frá því að hann hóf göngu sína sumarið 2020. Vonandi á þeim eftir að fjölga enn meira í sumar en nú höfum við skráð 24 slíka það sem af er sumri.

Uppfært

Flugan sem Svanur fékk laxinn stóra á í Viðidalsá heitir Johnny Walker og er gold label útgáfan. Fjölmargir brugðust við og kunna Sporðaköst þeim þakkir fyrir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.
103 cm Ytri - Rangá Adrian Stauss 8. september 8.9.

Skoða meira