Mögnuð stórlaxasería úr Stóru – Laxá

Jim Ray með þann stærsta úr Stóru - Laxá til …
Jim Ray með þann stærsta úr Stóru - Laxá til þessa sumarið 2022. Þessi mikli hængur veiddist í Bergsnös. Hængarnir eru nú orðnir vígalegir og hausstórir. Ljósmynd/GÖP

Þaða er óhætt að segja að Stóra – Laxá hafi staðið undir nafni í gær. Hjónin Jim og Amy Ray frá Lyncburg Virgina í Bandaríkjunum voru við veiðar á neðra svæðinu. Þeim til halds og traust var Gunnar Örn Petersen sem er vinur þeirra hjóna. Jim var að koma til Íslands í níunda skipti frá árinu 2016.

Veiðigyðjan var honum afskaplega hliðholl í þetta skiptið og í þeim rómaða veiðistað Bergsnös settiJim í mjög stóran lax og eftir snarpa fimmtán mínútna viðureign landaði hann stærsta laxi sumarsins til þessa úr Stóru – Laxá. Hann mældist 101 sentímetri og staðfesti Gunnar Örn mælinguna í samtali við Sporðaköst. Vandlega var staðið að mælingunni og tók Gunnar Örn vídeó þessu til staðfestingar og fer ekki á milli mála að þessi hængur stóð 101 sentímetra. Hundraðkallinn hansJim tók svartaFranceskvart tommu meðhexakón.

Hér sést vel hversu stórvaxinn og tröllslegur þessi hængur er.
Hér sést vel hversu stórvaxinn og tröllslegur þessi hængur er. Ljósmynd/GÖP

Einungis hálftíma síðar var þrenningin stödd í Kálfhagahyl og þá var komið að Amy. Hún landaði 82 sentímetra hrygnu á Collie dog númer fjórtán. Eftirminnilegur dagur fyrir þau öll.

Gunnar Örn sagði að eins og staðan væri núna í Stóru þá væri laxinn bundinn við lykilstaði fyrst og fremst. „Hann dreifir sér kannski meira við rigningu,“ sagði Gunnar Örn í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi.

En það voru fleiri að setja í og landa stórlöxum í Stóru í gær. Veiðimaður landaði 99 og 97 sentímeta stórlöxum í Stekkjarnefi og Kálfhagahyl. Það er mögnuð stórlaxasería sem Stóra bauð upp á í gær. Gaman er að sjá hversu veiðimenn vanda sig við mælingar og um daginn veiddist lax í Stóru – Laxá hængur sem var mældur 99,5 sentímetrar. Um leið og Sporðaköst óskaJim til hamingju með hundraðkallinn tökum við hatt okkar ofan fyrir nákvæmum mælingum.

Hjónin Jim og Amy sátt með daginn. Stuttu síðar lönduðu …
Hjónin Jim og Amy sátt með daginn. Stuttu síðar lönduðu þau 82 sentímetra hrygnu í Kálfhagahyl. Ljósmynd/GÖP

Stóra – Laxá hefur nú gefið um 720 laxa og þarf að fara aftur til ársins 2014 til að sjá sambærilega veiði í henni. Það sumar gaf hún 882 laxa og var það í kjölfar stóra ársins, 2013 þegar veiðin var hreint út sagt ótrúleg og var lokatalan það árið 1.776 laxar. Í fyrra gaf hún 564 laxa. Veiði í Stóru – Laxá hefur sveiflast mikið milli ára og um aldamótin var hún að gefa tvö til fjögur hundruð laxa og fékk þá á köflum viðurnefnið tóma laxá. En nú er öldin önnur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.

Skoða meira