Þaða er óhætt að segja að Stóra – Laxá hafi staðið undir nafni í gær. Hjónin Jim og Amy Ray frá Lyncburg Virgina í Bandaríkjunum voru við veiðar á neðra svæðinu. Þeim til halds og traust var Gunnar Örn Petersen sem er vinur þeirra hjóna. Jim var að koma til Íslands í níunda skipti frá árinu 2016.
Veiðigyðjan var honum afskaplega hliðholl í þetta skiptið og í þeim rómaða veiðistað Bergsnös settiJim í mjög stóran lax og eftir snarpa fimmtán mínútna viðureign landaði hann stærsta laxi sumarsins til þessa úr Stóru – Laxá. Hann mældist 101 sentímetri og staðfesti Gunnar Örn mælinguna í samtali við Sporðaköst. Vandlega var staðið að mælingunni og tók Gunnar Örn vídeó þessu til staðfestingar og fer ekki á milli mála að þessi hængur stóð 101 sentímetra. Hundraðkallinn hansJim tók svartaFranceskvart tommu meðhexakón.
Einungis hálftíma síðar var þrenningin stödd í Kálfhagahyl og þá var komið að Amy. Hún landaði 82 sentímetra hrygnu á Collie dog númer fjórtán. Eftirminnilegur dagur fyrir þau öll.
Gunnar Örn sagði að eins og staðan væri núna í Stóru þá væri laxinn bundinn við lykilstaði fyrst og fremst. „Hann dreifir sér kannski meira við rigningu,“ sagði Gunnar Örn í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi.
En það voru fleiri að setja í og landa stórlöxum í Stóru í gær. Veiðimaður landaði 99 og 97 sentímeta stórlöxum í Stekkjarnefi og Kálfhagahyl. Það er mögnuð stórlaxasería sem Stóra bauð upp á í gær. Gaman er að sjá hversu veiðimenn vanda sig við mælingar og um daginn veiddist lax í Stóru – Laxá hængur sem var mældur 99,5 sentímetrar. Um leið og Sporðaköst óskaJim til hamingju með hundraðkallinn tökum við hatt okkar ofan fyrir nákvæmum mælingum.
Stóra – Laxá hefur nú gefið um 720 laxa og þarf að fara aftur til ársins 2014 til að sjá sambærilega veiði í henni. Það sumar gaf hún 882 laxa og var það í kjölfar stóra ársins, 2013 þegar veiðin var hreint út sagt ótrúleg og var lokatalan það árið 1.776 laxar. Í fyrra gaf hún 564 laxa. Veiði í Stóru – Laxá hefur sveiflast mikið milli ára og um aldamótin var hún að gefa tvö til fjögur hundruð laxa og fékk þá á köflum viðurnefnið tóma laxá. En nú er öldin önnur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
107 cm | Grímsá | Jón Jónsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Víðidalsá | Jón Eðvald Halldórsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Víðidalsá | Nils Folmer Jorgensen | 17. september 17.9. |
100 cm | Stóra - Laxá | Jóhann Gunnar Jóhannsson | 13. september 13.9. |
100 cm | Miðfjarðará | Daði Þorsteinsson | 12. september 12.9. |
102 cm | Stóra - Laxá | Reto Suremann | 10. september 10.9. |
103 cm | Stóra - Laxá | Magnús Stephensen | 10. september 10.9. |