Tvíveiddur lax lengdist um sentímetra

Theódór og Helgi mæla fiskinn þann 2. ágúst. Hann mældist …
Theódór og Helgi mæla fiskinn þann 2. ágúst. Hann mældist sléttir hundrað sentímetrar. Ljósmynd/María Guðjónsdóttir

Stærsti laxinn til þessa í Miðfjarðará í sumar veiddist í vikunni og mældist 101 sentímetri. Áður hafði veiðst lax sem mældist 100 sentímetrar. Báðir þessir laxar veiddust í Grjóthyl. Nú er komið á daginn að þetta er sami laxinn. Samanburður á myndum af fiskunum tveimur tekur af allan vafa um þetta.

Fyrst veiddi Theódór Friðjónsson laxinn 2. ágúst og það á Collie dog flottúbu. Með Theódór var Helgi Guðbrandsson leiðsögumaður og mældu þeir fiskinn í sameiningu upp á slétta hundrað sentímetra. Fiskinum var sleppt og birtar myndir af honum.

Svo gerðist það síðastliðinn miðvikudag að Stebbi Lísu var að veiða Grjóthyl og setti í svakalegan fisk sem mældist 101 sentímetri og þar með sá stærsti í Miðfirðinum í sumar. Tók fiskurinn Black Brahan flugu númer tólf.

Ljósmynd/María Guðjónsdóttir
Ef myndirnar eru bornar saman sést greinilega að um sama …
Ef myndirnar eru bornar saman sést greinilega að um sama fisk er að ræða. Einkennandi doppur á honum aftan við augun segja sína sögu. Þegar hann var veiddur í seinna skiptið er fallegur rauður litur kominn í kringum þær. Ljósmynd/Guðbjartur Haraldsson


Helgi Guðbrandsson leiðsögumaður taldi sig kannast við laxinn og bar saman myndir af þessum tveimur fiskum og kom fljótt og örugglega í ljós að um sama fiskinn er að ræða.

Doppur á höfði hvers lax eru einstakar, ofurlítið eins og fingraför okkar mannfólksins.  Þegar myndirnar eru skoðaðar má sjá mjög skýrar doppur aftur frá auganu og einnig þrjár sem liggja í boga aðeins ofar.

Það að fiskurinn mælist nú einum sentímetra lengri er fullkomlega eðlilegt þar sem skolturinn gengur fram og krókurinn verður vígalegur. Þessar mælingar segja okkur að hann hafi verið nákvæmlega mældur í bæði skiptin. Svona virkar veiða og sleppa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert