Fjöldi hnúðlaxaseiða kom Hafró á óvart

Næsta sumar verður hnúðlaxasumar. Búist er við að þessum nýja landnema í íslenskum ám fjölgi til muna miðað við það sem var sumarið 2021 og þótti þá ýmsum nóg um. Fjöldi hnúðlaxagönguseiða á Suð – Vesturhorni kom vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar í opna skjöldu. Þeir leituðu að slíkum seiðum í vor og uppskeran var mun betri en búist var við. 

Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir að við megum búast við mikilli aukningu í sumar af þessum nýja landnema. Hann hefur ekki svar við stóru spurningunni sem er; af hverju gengur hnúðlaxinum svo vel í Atlantshafinu á sama tíma og laxinum okkar gengur sífellt verr.

Guðni sér tækifæri í hnúðlaxinum líka og lýsti hann þeirri skoðun sinni í fyrsta uppgjörsþætti Sporðakasta vegna veiðisumarsins. Hér má sjá stutt brot úr þættinum þar sem Guðni er spurður um þennan óboðna gest í íslenskar laxveiðiár. Katrín Pétursdóttir, eða Kata í Lýsi er ekki að skafa af því en hún segir niðurlægjandi að veiða hnúðlax. „Það er eins og sé hrækt framan í mann.“

Næsti uppgjörsþáttur birtist á morgun og þá sitja fyrir svörum Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Dögg Hjaltalín veiðikona, Karl Lúðvíksson veiðiskríbent á visir.is og Ingimundur Bergsson framkvæmdastjóri Veiðikortsins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert