Veiðisumarið gert upp – annar þáttur

Sporðaköst halda áfram að gera upp veiðisumarið 2022. Í fyrsta þætti kom fram að sumarið í laxveiðinni hefði ekki verið neitt sérstakt. Þó greindu menn bata og þá sérstaklega á NA – landi. Nú mæta nýir gestir til leiks með aðrar áherslur. Í þessum þætti eru það Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, Ingimundur Bergsson framkvæmdastjóri Veiðikortsins, Dögg Hjaltalín bókaútgefandi og Karl Lúðvíksson veiðifréttamaður á Veiðivísir.

Jón Kristjánsson er trúr kenningum sínum sem ríma ekki við veiða og sleppa forsendurnar. Dögg Hjaltalín fullyrðir að hún hafi veitt fleiri laxa í sumar en allir hinir gestirnir til samans. Fjörugar umræður um veiðisumarið og horfur fyrir næsta sumar.

Síðasti uppgjörsþátturinn birtist svo eftir viku og er hann helgaður sjóbirtingnum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert