Áframhaldandi bati og fleiri stórlaxar

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, telur líkur á áframhaldandi bata í laxveiðinni næsta sumar. Hann fór yfir stöðuna, út frá þeirri vitneskju sem þegar liggur fyrir, í fyrsta uppgjörsþætti Sporðakasta.

Guðni býst ekki við neinu metsumri en segir að seiðaþéttleiki í flestum ám sé góður og hvergi sé að finna nein viðvörunarljós, hvað það varðar. Aukin smálaxagengd nú í sumar segir hann auka líkur á meira magni af stórlaxi næsta sumar.

Síðasta sumar skilaði bata í veiðinni frá fyrra ári og telur Guðni allar líkur á að sá bati haldi áfram. Hér með fylgir brot úr þættinum þar sem Guðni tekur saman stöðuna og útlit fyrir næsta veiðisumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert