Bólgin veiðiblöð koma út á aðventunni

Sportveiðiblaðið og Veiðimaðurinn eru komin út. Nóg af lesefni fyrir …
Sportveiðiblaðið og Veiðimaðurinn eru komin út. Nóg af lesefni fyrir áhugasama veiðimenn. Ljósmynd/Sportveiðiblaðið

Nýtt Sportveiðiblað er komið út og prýðir Brynjar Þór Hreggviðsson, sölustjóri í Norðurá, forsíðuna. Um er að ræða síðara tölublað afmælisárs Sportveiðiblaðsins sem hefur nú verið gefið út í fjörutíu ár. Stjörnubakarinn Jói Fel er í ítarlegu viðtali um sína veiði og finna má margvíslegt veiðiefni í þessu jólablaði Sportveiðiblaðsins.

Veiðihópur öflugra kvenna sem kallar sig Barmana segir frá Grænlandsævintýri í sumar sem leið þar sem hópurinn lenti í botnlausri bleikjuveiði.

Yfirgripsmikil veiðistaðalýsing fyrir efra svæðið í Stóru-Laxá er að finna í blaðinu. Efra svæðið er gamla svæði fjögur en í lýsingunni er farið yfir ríflega hundrað veiðistaði á svæðinu.

Þá er Veiðimaðurinn einnig kominn út og þar prýðir forsíðuna Jóhann Jón Ísleifsson, náttúrubarn og leiðsögumaður. 

Sá mikli höfðingi, Ingvi Hrafn Jónsson, deilir samtvinnaðri sögu sinni og Langár og greinir frá uppbygginu sem hann kom að við þessa Borgarfjarðarperlu. Bubbi Morthens mundar pennann og skrifar um veiðiupplifun.

Einar Páll Garðarsson er í líflegu viðtali um veiði og flugusmíðar sem hann hefur lagt stund á með miklum og góðu árangri sem fjölmargir veiðimenn hafa notið góðs af.

Nú þegar rjúpnatímabilið er á enda tekur við biðin eftir nýju veiðisumri. Fram að þeim tíma er gott að hafa lesefni til að halda sér við efnið í svartasta skammdeginu sem nú er í aðalhlutverki. Bæði þessi blöð sem eru komin út eru bólgin af efni og munu koma að góðum notum á mörgum heimilum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.

Skoða meira