Fyrstu laxveiðiárnar opnaðar í Skotlandi

Sekkjapípuleikari og prestur. Verður ekki öllu skoskara. Fyrstu laxveiðisvæðin opnuðu …
Sekkjapípuleikari og prestur. Verður ekki öllu skoskara. Fyrstu laxveiðisvæðin opnuðu fyrir veiðimenn í gær. Opinbera dagsetningin er 15. janúar en þar sem hann bar upp á sunnudag varð 16. fyrir valinu. Ljósmynd/Tomas

Fyrstu laxveiðisvæðin í Skotlandi opnuðu fyrir veiðimenn í gær. Dagsetningin sem hefja má veiðar er 15. janúar en þar sem hann bar upp á sunnudag var opnunin færð til mánudags, þar sem ekki er veiddur lax á sunnudögum í það minnsta í Tay sem opnaði að hluta til í gær.

Íslenskir veiðimenn þurfa aðeins að bíða í fimm mánuði þar til laxveiðitímabilið hefst hér heima. En þeir veiðimenn sem hófu veiði íTay í gær voru býsna kuldalegir enda snjór víða yfir og hiti rétt ofan við frostmark. Á landareigninniEdradynate er veitt á sex stangir og þar var mættur prestur snemma dags og blessaði veiðimenn og veiðisvæðið áður en fyrstu köstin voru tekin.

Tomas Kolesinskas tekur fyrstu köstin við ána Tay í Skotlandi …
Tomas Kolesinskas tekur fyrstu köstin við ána Tay í Skotlandi í gær. Eins og sjá má var kuldalegt um að litast. Enginn nýr lax veiddist fyrsta daginn. Nokkrir niðurgöngulaxar veiddust. Sérfræðingarnir spá þeim silfraða um helgina. Ljósmynd/Tay Cast Fishing

Skemmst er frá því að segja að einungis veiddist niðurgöngulax þennan fyrsta dag og þeir silfruðu voru ekki mættir. „Of kalt. Það er bara þannig að þetta er of kalt ennþá,“ sagði Tomas Kolesinskas í samtali við Sporðaköst eftir fyrsta veiðidaginn. Tomas rekur veiðisvæðið og tók þátt í að opna það í gær undir sekkjapípuleik og blessunarorðum prests,

Veiðitímabilið í Skotlandi er frá 15. janúar til 15. október. Þar eru göngur laxins með öðrum hætti en við eigum að venjast á Íslandi. Þar mætir laxinn töluvert fyrr og ár á Bretlandseyjum njóta víða haustgöngu þó svo að verulega hafi dregið úr þeim.

Verðlækkanir í Dee

ÁinDee í Skotlandi er þekkt um allan heim meðal veiðimanna frá fornu fari. Hún var gjöful laxveiðiá en hefur eftir margs konar hrakfarir verulega látið á sjá og veiðin þar er nú vart svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Engu að síður telja menn jákvæð teikn á lofti að það kunni að breytast til batnaðar. Athyglisvert er verð á veiðileyfum íDee hefur lækkað mikið undanfarin ár og eru það landeigendur sem hafa haftfrum kvæði að þeirri lækkun. Ástæðan er einföld. Veiðin hefur dregist svo saman að veiði íDee er ekki lengur sama vara og hún var áður. 

Fjölmargir áhugamenn lögðu leið sína að Tay í gær og …
Fjölmargir áhugamenn lögðu leið sína að Tay í gær og fylgdust með formlegri opnun. Ljósmynd/Tomas

Það er verðbólga í Bretlandi eins og á Íslandi en ólíkt hafast menn að. Eins og segir hér að ofan hafa landeigendur i Dee lækkað verð veiðileyfa vegna minnkandi veiði. Á Íslandi eru miklar hækkanir á laxveiðileyfum. Helsta ástæða sem tilgreind er, er verðbólga. Veiðin á Íslandi hefur verið dræm undanfarin fimm ár.

Verð fyrir stöngina í Tay, á því svæði sem við tilgreindum hér að ofan er 30 pund dagurinn í vorveiði. Þegar líður nær aðaltímanum hækkar verðið í 60 pund en það lætur nærri að vera 11 þúsund íslenskar krónur. Tomas Kolesinskas segir að verðið fari svo hærra yfir besta laxveiðitímann og fari þá í 200 pund, eða 35 þúsund krónur. Vissulega sé verðlagningin misjöfn eftir svæðum og árstíma. Svæðið sem Tomas rekur er með leyfi fyrir fimm stöngum og þeirri sjöundu á báti á ánni. Frekari upplýsingar um það svæði er auðvelt að finna á Facebook undir Tay Cast fishing.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert