Benderinn býður í veiði

Gunnar Bender í sínu náttúrulega umhverfi. Með veiðistöng við á …
Gunnar Bender í sínu náttúrulega umhverfi. Með veiðistöng við á að sumarlagi. Hann býður í veiði nú síðari hluta vetrar. Ljósmynd/María Björg Gunnarsdóttir

Veiðin með Gunnari Bender eru veiðiþættir sem verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Um er að ræða sex þætti og fer sá fyrsti í loftið eftir viku, eða 3. mars. Þetta er fjórða serían sem Gunnar Bender framleiðir fyrir Hringbraut. „Mér telst til að fyrsti þátturinn sem fer í loftið sé sá hundraðasti sem ég geri fyrir sjónvarp þegar allt er talið. Flestir voru á ÍNN hjá Ingva Hrafni eða rúmlega sjötíu talsins,“ sagði Gunnar í samtali við Sporðaköst.

Rennt fyrir lax í Búðardalsá. Það er ein af mörgum …
Rennt fyrir lax í Búðardalsá. Það er ein af mörgum veiðiám sem koma við sögu í þáttunum. Ljósmynd/María Björg Gunnarsdóttir

En hvert ertu að bjóða í veiði í þessum þáttum?

„Við förum víða. Kíkjum í Elliðaárnar, förum í Langá, Hallá, Miðfjarðará, Leirá og Búðardalsá. Svo er mjög skemmtilegur þáttur þar sem við förum á sjó í Hvalfirði með Gísla Erni frá Neðri Hálsi í Kjósinni. Það koma margir hressir og flinkir veiðimenn við sögu og margir munu hafa gaman af því að fylgjast með Bjarna Ákasyni og Valdimar Grímssyni í Miðfirðinum eða Jogvan Hansen í Langá. Annars vill maður ekki segja of mikið en við lofum skemmtun fyrir veiðimenn sem margir eru orðnir langeygir eftir að komast í veiði. En það er nú að styttast í þetta,“ hlær Benderinn eins og hans er von vísa.

Nýkomnir úr land í Hvalfirðinum. Gísli Örn og Gunnar Bender.
Nýkomnir úr land í Hvalfirðinum. Gísli Örn og Gunnar Bender. Ljósmynd/María Björg Gunnarsdóttir

Upptökur fóru fram síðasta sumar en þó er enn eftir að taka upp efni í síðasta þáttinn. „Já við vonum svo sannarlega að fá við gott veður í opnuninni í Leirá. Við tökum þáttinn upp 1. apríl en það hefur verið mok í Leiránni síðustu ár í opnun. Þetta verður síðasti þátturinn og hann verður brakandi ferskur.“

Benderinn hefur orð á því af fyrra bragði að oft hafi verð á veiðileyfum verið hátt en nú sé þetta hreinlega orðið rugl. „Flestir íslenskir veiðimenn vilja vera í ám þar sem þeir geta séð um sig sjálfir og svo er þetta veiða og sleppa að verða komið út í öfgar.“

Tveir veiðiskríbentar mættir við opnun Elliðaánna. Karl Lúðvíksson greinilega sagt …
Tveir veiðiskríbentar mættir við opnun Elliðaánna. Karl Lúðvíksson greinilega sagt einhvern veiðibrandara og Gunnar Bender skellir upp úr. Ljósmynd/María Björg Gunnarsdóttir

Ertu á móti veiða og sleppa?

„Það er orðið mjög mikið af því,“ hlær hann en við fáum ekki ákveðnara svar.

Þá er bara að muna að næsta föstudagskvöld klukkan átta býður Benderinn í fyrstu veiðiferðina á Hringbraut.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira