Vill endurskoða úthlutunarkerfi SVFR

Ný formaður SVFR, Ragnheiður Thorsteinsson er eins og gefur að …
Ný formaður SVFR, Ragnheiður Thorsteinsson er eins og gefur að skilja mikil áhugakona um veiði. Þennan lax veiddi hún í Staðará í Steingrímsfirði. Ljósmynd/RT

Nýr formaður Stanga­veiðifé­lags Reykja­vík­ur vill end­ur­skoða út­hlut­un­ar­kerfi veiðileyfa, með það að mark­miði að ein­falda kerfið og auka skilning félagsmanna á úthlutunarferlinu. Annað atriði sem Ragn­heiður Thor­steins­son, nýr formaður SVFR lang­ar að tak­ast á við er að efna til mál­efna­legr­ar umræðu um helstu hita­mál meðal veiðimanna. Þar er hún að vísa til meðal annars veiða og sleppa umræðunnar og skiptar skoðanir á því hvort eigi að sleppa seiðum í ár yfir höfuð eða ekki – hvað er náttúrulegt og hvað ekki. „Það væri gaman að halda opinn fund um málefnin þar sem þessir hlutir eru rökræddir. Ég held að það gætu skapast skemmtilegar umræður,“ segir Ragnheiður..

Ragn­heiður, eða RaggaThorst eins og hún er iðulega kölluð tók við for­mennsku fé­lags­ins á aðal­fundi sem hald­inn var síðastliðinn fimmtu­dag. Hún er fyrsta kon­an sem gegn­ir embætt­inu í langri sögu fé­lags­ins. „Ég er bara mjög stolt yfir þessu og til­bú­in í verk­efnið. Fé­lagið er í býsna góðum mál­um. Þegar for­veri minn Jón Þór Ólason tók við voru ýms­ar blik­ur á lofti. Það var ekki ein­ing í fé­lag­inu og ýmis vanda­mál sem þurfti að taka á. Ég sagði á fund­in­um að hann hefði tekið við víg­velli en ég væri að erfa sól­blómak­ur,“ bros­ir Ragga.

Frá aðalfundinum í síðustu viku. Ragga og Jón Þór Ólason …
Frá aðalfundinum í síðustu viku. Ragga og Jón Þór Ólason faðmast á fundinum. Í fyrsta skipti gegnir kona formennsku í SVFR. Ljósmynd/SVFR

„En í fullri al­vöru, Þá er fjár­hags­leg staða fé­lags­ins er orðin góð og eigið fé er komið vel yfir níu­tíu millj­ón­ir. Við erum ný­lega búin að fram­lengja flesta samn­inga okk­ar um veiðisvæði og það hef­ur verið um­tals­verð fjölg­un fé­laga hjá okk­ur. Mér finnst ríkja góður andi í fé­lags­skapn­um okk­ar og Ingimundur Bergsson nýr fram­kvæmda­stjóri að taka við. Hjá stjórninni liggur mikil reynsla og tvær nýjar stjórnarkonur að bætast við, þær Brynja Gunnarsdóttir og Dögg Hjaltalín.  Þá mun  Hrannar Pétursson taka við varaformennsku, Helga Jónsdóttir verður gjaldkeri. Trausti Hafliðason verður áfram ritari og Halldór Jörgensson verður meðstjórnandi.  En ég vil ekki vera eins og strúturinn og stinga höfðinu í sandinn, því að það eru áskoranir framundan,  Það er óvissa í efnahagsástandinu hér og í heiminum öllum. Það  eru sprengitilboð í útboðum. Það synda 18 milljónir norskra eldislaxa í misjafnlega traustum sjókvíum í fjörðunum okkar. Allar þessar áskoranir munu fylgja okkur inn í stjórnarárið ásamt þeim verkefnum sem við höfum þegar verið að sinna.“ 

Þó að Ragga líki félaginu við sólblómaakur þá segir hún …
Þó að Ragga líki félaginu við sólblómaakur þá segir hún miklar og margvíslegar áskoranir framundan. Hér kastar hún á Eyrina í Norðurá á mildum sumardegi. Ljósmynd/RT

Hvernig viltu breyta út­hlut­un­ar­kerf­inu?

„Við erum bæði fé­lags­skap­ur veiðimanna og fyr­ir­tæki. Við höf­um þurft að selja besta tím­ann dýrt og höf­um þá verið að setja axl­irn­ar, eða jaðartímana í félagsúthlutun. Svo eru við með ársvæði sem eingöngu eru í félagsúthlutun en einnig ár sem eru eingöngu í forúthlutun til félagsmanna.  Það er gert af nauðsyn, þar sem markmiðið er að lágmarka fjárhagsáhættuna í rekstrinum. Þess vegna eru endurbókanir í boði fyrir veiðimenn sem festa sér sömu dagana ár eftir ár á dýrustu tímunum. Það mætti til dæmis endurskoða hvaða veiðidagar eiga að fara í forúthlutun og svo framvegis.

Ragga vildi nota tæki­færið til að þakka frá­far­andi for­manni fyr­ir frá­bært starf. „Hann tók við fé­lag­inu á viðsjár­verðum tím­um og hef­ur leitt frá­bært starf. Jón Þór gerði frá­bæra hluti  enda kvödd­um við hann með blóm­vendi og þéttu hóp­knúsi.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira