Vorveiði í Varmá frestað vegna mengunar

Frá opnun Varmár vorið 2019. Þá var snjór yfir öllu …
Frá opnun Varmár vorið 2019. Þá var snjór yfir öllu og aðstæður frekar erfiðar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af opnun þann 1. apríl í Varmá. Aðsend mynd

Stangaveiðifélag Reykjavíkur tilkynnti í dag að vorveiði í Varmá við Hveragerði hefst ekki þann 1. apríl eins og að var stefnt. Mælingar á vatnsgæðum Varmár sýna að um mengun er að ræða. Ákvörðun um þetta var tekin í samráði við Hveragerðisbæ og Veiðifélag Varmár. SVFR er með veiðiréttinn í Varmá á leigu og selur veiðileyfi í hana.

Að sögn Ingimundar Bergssonar, framkvæmdastjóra SVFR verður farið í frekari mælingar til að meta hvort mengunin sé aðeins í næsta nágrenni hreinsistöðvar við ána eða hvort mengunin er víðtækari. „Meðan þær mælingar fara fram var gert samkomulag hagaðila um að loka fyrir veiði á svæðinu þangað til mælingar staðfesta að gildi séu undir viðmiðunarmörkum. Við verðum því að bíða fyrst um sinn eftir mælingum. Við vonum það besta en auðvitað er ekki gaman að þurfa að grípa til þessara aðgerða sérstaklega með þessum skamma fyrirvara,“ sagði Ingimundur í samtali við Sporðaköst.

Varmá geymir góða sjóbirtinga og bleikjur. Hér er Matthías Stefánsson …
Varmá geymir góða sjóbirtinga og bleikjur. Hér er Matthías Stefánsson með 65 sentíemtra birting úr Varmá sem hann fékk þar í maí í fyrra. Ljósmynd/MS

 

Veiði átti að hefjast um mánaðamótin en eins og staðan er núna er algerlega óvíst hversu lengi opnun dregst.

í frétt á heimasíðu SVFR er sagt að veiðimenn sem þegar hafa keypt veiðileyfi í Varmá og falla dauð og ómerk vegna mengunarinnar muni fá þau endurgreidd.

Það er Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sem fylgist með vatnsgæðum í Varmá og greindi mengunina en hún er talin frá hreinsistöð Hveragerðisbæjar við Vorsabæ.

Óttast er að aprílmánuður allur kunni að vera úti þegar kemur að veiði í ánni en Varmá hefur jafnan verið mjög eftirsótt í vorveiði, sérstaklega fyrstu dagana í apríl.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira