Eitt íburðarmesta veiðihúsið til sölu

Jörðin Eyjar og veiðihúsið við Breiðdalsá er til sölu. Verðhugmynd …
Jörðin Eyjar og veiðihúsið við Breiðdalsá er til sölu. Verðhugmynd slagar í 300 milljónir króna. Ljósmynd/Strengir

Veiðihúsið Eyjar sem hýst hefur veiðimenn við Breiðdalsá í tvo áratugi er til sölu. Þröstur Elliðason sem á og rekur Veiðiþjónustuna Strengi hefur auglýst húsið til sölu. Hann stóð fyrir byggingu hússins árið 2003. En það er ekki bara veiðihúsið sem er til sölu því jörðin Eyjar sem húsið stendur á er hluti af sölunni. Jörðin er rúmir 1.600 hektarar og á tæp átta prósent af veiðirétti í Breiðdalsá.

Húsið er íburðarmikið og samanstendur af stórum matsal og setustofu, átta tveggja manna herbergjum fyrir gesti, fullkomnu eldhúsi og starfsmannaaðstöðu með fjórum herbergjum. Heitur pottur og stórir pallar ramma inn húsið.

Húsið er byggt 2003 og hefur verið vel við haldið. …
Húsið er byggt 2003 og hefur verið vel við haldið. Það er talið eitt íburðarmesta veiðihús á landinu. Ljósmynd/Strengir

Hvað kostar þetta Þröstur?

„Verðhugmyndin sem við erum að vinna með slagar hátt í þrjú hundruð milljónir króna. Jörðin er stór allavega miðað við þennan landshluta og þarna eru miklir möguleika. Hjón gætu rekið þetta sem stað fyrir ferðamenn, eða hægt væri að byggja við þetta og reka sem stórt hótel. Nú svo gæti einhverjum vel efnuðum einstaklingi dottið í hug að hafa þetta út af fyrir sig. Það mun fara vel um alla þarna, eins og verið hefur hingað til,“ upplýsti Þröstur.

En er ekki smá söknuður í þér að vera að selja og yfirgefa Breiðdalinn?

„Jú. Ég skal alveg viðurkenna það. Hins vegar er maður að vinna að uppbyggingu í Jöklu og það er svo spennandi verkefni að ég gleymi mér í því. Ég er í raun jafn spenntur yfir henni og ég var þegar ég var að byrja með Rangána á sínum tíma og Breiðdalinn. En jú auðvitað er söknuður. Ég var að koma að austan og það var svolítið skrítið að koma í dalinn og það er að koma vor, að byrja ekki á að kíkja á ána, eins og maður hefur gert öll þess ár.“

Þröstur Elliðason með 85 sm hæng úr Eyjakrókum í Breiðdalsá. …
Þröstur Elliðason með 85 sm hæng úr Eyjakrókum í Breiðdalsá. Breiðdalsá hefur svo sannarlega séð tímana tvenna í laxveiði. Nú er nýr leigutaki tekinn við ánni.

Nýir leigutakar eru teknir við Breiðdalsá og er það Peter Rippin sem er þar í forsvari. Peter rekur félagið Ripp Sporting og er það félag með Eystri – Rangá á leigu og annast sölu veiðileyfa í Þverá og Affallið á Suðurlandi. Leigusamningurinn um Breiðdalsá er til ársins 2032.

Hvað verður með Súdda. Fylgir hann með?

Þröstur hlær, en eins og veiðimenn þekkja hefur Súddi verið leiðsögumaður og staðarhaldari í Breiðdal og einn af hornsteinum Breiðdalsins. „Hann er örugglega til í það, en væntanlega þarf nýr kaupandi að ræða það við Súdda. Hann yrði nú ekki slæmur húsvörður ef eftir því yrði leitað,“ sagði Þröstur að lokum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert