Girða fyrir ár til að stöðva hnúðlaxinn

Hnúðlax sem veiddist sumarið 2021 í Hofsá í Vopnafirði. Magnið …
Hnúðlax sem veiddist sumarið 2021 í Hofsá í Vopnafirði. Magnið í hnúðlaxi sem ganga í íslenskar ár í sumar er stórt spurningamerki. Norðmenn grípa til stórtækra aðgerða. Ljósmynd/KF

Norðmenn hafa miklar áhyggjur af sívaxandi hnúðlaxagöngum í laxveiðiár. Hnúðlaxinn mætir annað hvert ár og í sumar er hnúðlaxaár. Sérstakar gildrur verða settar upp í 25 ám í nyrsta hluta Noregs. Stefnt er að því að hreinlega girða fyrir þessar ár og flokka Atlantshafslaxinn og sjóbirting frá, en farga hnúðlaxinum.

Norsk yfirvöld styðja þessar aðgerðir með aukafjárveitingu upp á 130 milljónir íslenskra króna. 

Fyrstu hnúðlaxarnir hafa þegar fundist en norskt rannsóknaskip, sem hefur meðal annars það verkefni að fylgjast með hnúðlaxinum, náði 26 fiskum í veiðarfæri hundrað sjómílur SV af Bodö í fyrradag. Það var mat áhafnarmeðlims sem greindi frá þessu á facebook að torfan hefði talið um hundrað fiska.

Hnúðlaxaseiði hafa fundist í þeim ám, sem Hafrannsóknastofnun kannaði. Þetta …
Hnúðlaxaseiði hafa fundist í þeim ám, sem Hafrannsóknastofnun kannaði. Þetta seiði fannst í Botnsá í Hvalfirði í fyrra. Ljósmynd/GG

Ástæðan fyrir því að hnúðlaxinn kemur annað hvert ár er að lífsferilinn er tvö ár hjá þessum stofni. Síðast kom hann sumarið 2021 og var þá gríðarleg aukning í fjölda fiska í ánum nyrst í Noregi. Svo mikið var af hnúðlaxinum að nokkrum ám var hreinlega lokað.

Sérstakar gildrur hafa nú verið hannaðar og er ætlunin að reyna þær í sumar. Sporðaköst hafa verið í samskiptum við veiðimenn í Norður–Noregi og óttast þeir almennt það versta. Kenneth Stalsett er einn þeirra sem er í forsvari fyrir veiðimenn í Finnmörku, sem liggur næst Rússlandi, óttast að allt að tólfföldun verði í magni frá því sem gerðist sumarið 2021.

Norskir fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um þessa yfirvofandi innrás hnúðlaxins í norskar laxveiðiár. Allur stangveiðiiðnaðurinn er á tánum og óttast menn það versta.

Eitt af vandamálunum við að veiða hnúðlaxinn í miklu magni er að losa sig við afurðina. Margir benda á að fiskurinn í sjó eða nýgenginn er ágætis matfiskur, en fljótlega eftir að hann er kominn í ferskvatn þá dregur mjög úr þeim gæðum vegna breytinga sem verða á honum þegar hann undirbýr hrygningu.

Sjálfboðaliðar háfa hnúðlax úr laxastiga í Jakobselva í Noregi, sumarið …
Sjálfboðaliðar háfa hnúðlax úr laxastiga í Jakobselva í Noregi, sumarið 2021. Á einni viku háfuðu þau 3600 hnúðlaxa. Norðmenn líta þetta mjög alvarlegum augum og óttasta að vandinn eigi bara eftir að aukast. Ljósmynd/Hanne Wilhelms/NRK

Mikil aukning var á hnúðlaxi í íslenskum ám sumarið 2021 og varð hans vart um nær allt land. Staðfest var af Hafrannsóknastofnun að hrygning hefði átt sér stað í mörgum ám á Suðvesturlandi. Hvað gerist í ár þegar kemur að hnúðlaxi í íslenskum ám er stórt spurningarmerki. Verði þróunin hér með svipuðum hætti og í Noregi má gera ráð fyrir vaxandi fjölda í sumar.

Hnúðlaxinn er upprunninn í Kyrrahafinu en tilraunir Rússa með að sleppa honum í ár á síðustu öld hefur haft þetta í för með sér. Útbreiðsla þessarar framandi tegundar var mikil sumarið 2021 og fundust hnúðlaxar í ám um alla Evrópu, allt niður til Spánar.

Fyrir veiðimenn á Íslandi er mikilvægt að hafa augun opin fyrir hnúðlaxinum. Hrygnan er mjög svipuð sjóbleikju, þegar hún er nýgengin, en einfaldasta leiðin til að greina nýgenginn hnúðlax eru doppur á sporði, sem ekki er að finna á bleikjunni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert