Býst við góðri júníveiði - loksins

Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Hítarár er hóflega bjartsýnn fyrir komandi laxveiðitímabil. Hann er þó með sterka tilfinningu fyrir góðri júníveiði og bætir við, loksins. Hann segir sífellt erfiðara að átta sig á stöðunni. Hér áður fyrr voru smálaxagöngur reglulegri og mátti stilla klukkuna eftir þeim. Nú er nánast engin regla á göngumynstri smálaxins sem hægt er að reiða sig á.

Ef allt er eðlilegt þá munu fyrstu laxarnir sjást í Laxá í Kjós í vikunni sem byrjar á morgun. hefðbundin dagsetning er í kringum 23. maí en það hafa verið undatekningar á því og þess eru dæmi að lax hafi verið staðfestur í Kjósinni 8. maí.

Halli er gestur í Sporðakastaspjallinu í dag og ræðir þar horfur bæði fyrir Kjósina og Hítará og landið í heild sinni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert