Býst við góðri júníveiði - loksins

Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Hítarár er hóflega bjartsýnn fyrir komandi laxveiðitímabil. Hann er þó með sterka tilfinningu fyrir góðri júníveiði og bætir við, loksins. Hann segir sífellt erfiðara að átta sig á stöðunni. Hér áður fyrr voru smálaxagöngur reglulegri og mátti stilla klukkuna eftir þeim. Nú er nánast engin regla á göngumynstri smálaxins sem hægt er að reiða sig á.

Ef allt er eðlilegt þá munu fyrstu laxarnir sjást í Laxá í Kjós í vikunni sem byrjar á morgun. hefðbundin dagsetning er í kringum 23. maí en það hafa verið undatekningar á því og þess eru dæmi að lax hafi verið staðfestur í Kjósinni 8. maí.

Halli er gestur í Sporðakastaspjallinu í dag og ræðir þar horfur bæði fyrir Kjósina og Hítará og landið í heild sinni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira