Fékk risableikju og sá aðra stærri

Sjötíu sentímetra bleikja veidd í Þingvallavatni í morgun. Nils Folmer …
Sjötíu sentímetra bleikja veidd í Þingvallavatni í morgun. Nils Folmer Jörgensen landaði henni. Þessi tók Pheasant Tail númer 12. Jörð hefur gránað eins og sjá má í baksýn en haglél gekk yfir þegar myndin var tekin. Ljósmynd/NFJ

Það er ekki á hverjum degi sem veiðimenn setja í og landa sjötíu sentímetra bleikju í Þingvallavatni eða í raun hvar sem er. Það er þó þekkt að mjög stórar bleikjur halda sig á hinu svokallaða ION-svæði í Þingvallavatni.

Nils Folmer Jörgensen var við veiðar í Þorsteinsvík í morgun þegar enn einn fiskurinn tók. Þessi hagaði sér þó aðeins öðruvísi. Tók ekki sömu rokurnar og urriðinn hafði verið að gera. Fljótlega kom í ljós að þetta var bleikja. Og það engin smá bleikja. Lauslega mæld í fjöruborðinu mældist hún sjötíu sentímetrar og hún var farin. „Við náðum ekki að mæla hana nákvæmlega en hún náði sjötíu sentímetrum. Mjög feit og sterk,“ sagði Nils í samtali við Sporðaköst. Þessi sannkallaða kusa tók Pheasant Tail kúluhaus númer tólf.

Þessari hefur ekki vantað æti en hún er í afar …
Þessari hefur ekki vantað æti en hún er í afar góðum holdum. Nils sá töluvert stærri bleikju fyrir nokkrum dögum. Hún synti rétt við stangartoppinn hjá honum. Ljósmynd/NFJ

Hann er leiðsögumaður á ION svæðinu og þekkir það vel. Bleikjurnar sem veiðast á svæðinu eru ekki margar. „Það er samt svo skrítið að þær bleikjur sem virðast halda sig í þessum hluta vatnsins eru yfirleitt stórar. En ég hef aldrei fengið svona stóra bleikju áður þarna eða í Þingvallavatni og hef ég stundað vatnið í meira en tuttugu ár.“

Nils segir þetta ekki einu stóru bleikjuna sem hafi gert vart við sig á ION í vor, ef vor skyldi kalla. Hann sá fyrir nokkrum dögum bleikju sem hann fullyrðir að hafi verið töluvert stærri en þessi sem hann veiddi í morgun. „Það er ómögulegt að giska á stærðina en hún var vissulega töluvert stærri en þessi sem mældist sjötíu sentímetrar.“

Stærsti urriðinn sem hann hefur landað í vor, sem er …
Stærsti urriðinn sem hann hefur landað í vor, sem er í góðum holdum. Þessi mældist 81 sentímetri og er virkilega vel haldinn. Sá stærsti til þessa á ION í vor mældist 86 sentímetrar. Ljósmynd/NFJ

Urriðaveiði á ION svæðinu hefur verið góð en samsetningin af urriðanum hefur verið aðeins misjöfn milli ára. Núna hefur verið minna af þeim allra stærstu og þeir sem komist hafa í þann flokk hafa verið horaðir eða hálfgerðir slápar. „Við söknum murtunnar sem hluti af fæðu þessara stóru fiska. Við höfum séð það að 75 sentímetra fiskurinn er horaður en góðu fréttirnar eru að urriðarnir sem voru 55 til 60 sentímetrar í fyrra eru nú orðnir 60 til 70 sentímetrar og í flottu formi,“ upplýsti Nils.

Stærsti urriðinn í vor sem veiðst hefur á ION er 86 sentímetrar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert