Regnbogasilungar veiðast á fleiri stöðum

Einn af þeim þremur regnbogasilungum sem veiddust neðarlega í Rangánum …
Einn af þeim þremur regnbogasilungum sem veiddust neðarlega í Rangánum í síðustu viku. Ekki liggur fyrir frekari staðsetning. Það leynir sér ekki að þetta er regnbogi. Ljósmynd/Aðsend

Þrír regnbogasilungar veiddust í síðustu viku „neðarlega í Rangánum,“ eins og heimildarmaður Sporðakasta orðaði það. Ekki liggur fyrir nákvæmari staðfesting en engu líkara er en að torfa af þessum fiskum hafi verið á ferðinni, þar sem þessir þrír veiddust með skömmu millibili á sama stað.

Veiðimennirnir sem í hlut áttu voru ekki spenntir fyrir að koma í viðtal eða senda myndir af sér með aflann. Þetta hefur loðað við veiðimenn að þegar um framandi fiska er að ræða er eins og það sé vandræðalegt að birta upplýsingar um slíkt.

Myndin sem staðfestir að um regnbogasilung er að ræða var send til Sporðakasta af þriðja aðila.

Regnbogasilungur úr Minnivallalæk, Hafþór Óskarsson veiddi þennan í apríl.
Regnbogasilungur úr Minnivallalæk, Hafþór Óskarsson veiddi þennan í apríl. Ljósmynd/Hafþór Óskarsson

Minnivallalækur var í fréttum í apríl þegar þar veiddust regnbogasilungar og hafa samtals 28 slíkir verið færðir til bókar í læknum. Sá síðasti sem skráður er, veiddist þar 19. maí. Allir þessir regnbogar hafa verið í stærri kantinum og miklar grunsemdir eru um að fiskurinn í Minnivallalæk hafi sloppið úr eldi. Eftir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á þeim fiskum er talið nánast öruggt að þeir hafi verið í eldi og útilokað að þeir hafi komið úr sjó.

Nú vakna enn frekari spurningar vegna þriggja regnbogasilunga sem veiddust „neðarlega í Rangánum.“ Rétt er að minna veiðimenn á að mikilvægt er að koma þessum fiskum til Hafrannsóknastofnunar til rannsóknar. Sporðaköst hvetja veiðimenn til að vera ófeimna við að tala um framandi fiska sem þeir veiða í íslenskum ám og greina frá hvar þeir veiddust. Mikilvægt er að kortleggja slíka fiska og fá upplýsingar, ef hægt er, um uppruna þeirra. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert