Sumarið í sumar er hnúðlaxaár. Hann gengur upp í árnar annað hvert ár og var síðast á ferðinni sumarið 2021. Oddatöluár eru hnúðlaxaár. Í Noregi hefur þessi nýi gestur náð mikilli uggafestu í nyrstu ánum og óttast Norðmenn það versta í sumar. Þegar er búið að ákveða að girða af ár í nyrsta hluta Noregs til að sporna við risagöngum hnúðlaxins.
Hvað gerist hér í sumar? Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun ræðir í Sporðakastaspjalli dagsins um hnúðlaxinn og hvaða undirbúningur er þar í gangi. Búast má við þeim fyrstu í árnar okkar upp úr miðjum júlí.
Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi sem þar sem bráðabirgðaákvæði á að taka inn í lög til að gera veiðifélögum kleift að sporna við fótum, verði hnúðlaxinn í miklu magni.
Þróunin í Noregi hefur verið með þeim hætti að fjöldi hnúðlaxanna hefur margfaldast með tveggja ára millibili. Hans varð virkilega vart sumarið 2017 og mikil aukning varð sumarið 2019 og svo hreinlega sprenging 2021. Dæmi eru um að tugþúsundir hnúðlaxa hafi gengið í nyrstu árnar í Noregi. Sumarið í sumar er stórt spurningamerki. Bæði hér á Íslandi og einnig í Noregi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Eystri-Rangá | Grzegorz Loszewski | 27. september 27.9. |
105 cm | Hvítá við Iðu | Katrín Tanja Davíðsdóttir | 24. september 24.9. |
101 cm | Víðidalsá | Jón Eðvald Halldórsson | 22. september 22.9. |
107 cm | Grímsá | Jón Jónsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Agnar Sigurjónsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Hvítá við Iðu | Gunnar Pétursson | 20. september 20.9. |
101 cm | Víðidalsá | Nils Folmer Jorgensen | 17. september 17.9. |