Tökuleysi í vestanátt er ekki þjóðsaga

Það er alþekkt að vestanátt leiðir af sér dræmari veiði. Þetta á ekki bara við um laxveiði– eða sjóbirtingsár. Þetta hefur líka heyrst frá smábátasjómönnum. Ekki taka allir undir þetta, en sjálfsagt hafa þeir bara verið að veiða þá í öðrum áttum og sloppið við vestanáttina.

Í Laxá í Kjós er að finna háþróaðan vatnsgæðamæli sem settur var þar niður í fyrravor. Mælirinn gefur margs konar upplýsingar og þar á meðal var athyglisvert að sjá hvað gerðist þegar hann var vestanstæður. Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós, er gestur í Sporðakastaspjallinu í dag og ræðir vatnsgæðin og áhugaverðar niðurstöður sem títtnefndur mælir hefur þegar veitt.

En við byrjum á að ræða sjóbirtinginn í Kjósinni sem er mikilvægur að mati Haraldar. Margir erlendir veiðimenn sækjast í að upplifa að veiða sjóbirting í laxveiðiá og það í björtu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.

Skoða meira