Vorveiðin í silungi – hvað er til ráða?

Silungsveiðin fyrst á vorin getur verið ráðgáta. Hvað er að virka og af hverju? Karl Eiríksson og Örn Hjálmarsson eru báðir sérfræðingar í að veiða silung. Hér ræða þeir vorveiðina í Sporðakastaspjallinu.

Sagan af flugunni Langskegg, sem Örn Hjálmarsson hannaði er sögð hér. Hvað gerir Karl í Brúará á köldu vori þegar aðstæður geta verið erfiðar? Hann deilir með veiðimönnum hvað getur gert gæfumuninn.

Hér er á ferðinni fróðlegt spjall við tvo af okkar bestu silungsveiðimönnum. Örn hefur sérhæft sig í vatnaveiði á meðan að Karl er meira í straumvatni. Brúará er hans heimavöllur.

Þetta er spjall fyrir byrjendur og lengra komna. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.

Skoða meira