Silungsveiðin fyrst á vorin getur verið ráðgáta. Hvað er að virka og af hverju? Karl Eiríksson og Örn Hjálmarsson eru báðir sérfræðingar í að veiða silung. Hér ræða þeir vorveiðina í Sporðakastaspjallinu.
Sagan af flugunni Langskegg, sem Örn Hjálmarsson hannaði er sögð hér. Hvað gerir Karl í Brúará á köldu vori þegar aðstæður geta verið erfiðar? Hann deilir með veiðimönnum hvað getur gert gæfumuninn.
Hér er á ferðinni fróðlegt spjall við tvo af okkar bestu silungsveiðimönnum. Örn hefur sérhæft sig í vatnaveiði á meðan að Karl er meira í straumvatni. Brúará er hans heimavöllur.
Þetta er spjall fyrir byrjendur og lengra komna.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Eystri-Rangá | Grzegorz Loszewski | 27. september 27.9. |
105 cm | Hvítá við Iðu | Katrín Tanja Davíðsdóttir | 24. september 24.9. |
101 cm | Víðidalsá | Jón Eðvald Halldórsson | 22. september 22.9. |
107 cm | Grímsá | Jón Jónsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Agnar Sigurjónsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Hvítá við Iðu | Gunnar Pétursson | 20. september 20.9. |
101 cm | Víðidalsá | Nils Folmer Jorgensen | 17. september 17.9. |