Reynsluboltarnir Karl Eiríksson og Örn Hjálmarsson hafa báðir veitt þúsundir silunga, jafnvel tugþúsundir. Þeir sækja víða. Brúará, Veiðivötn, Arnarvatnsheiði, Hraunsfjörður og Elliðavatn eru meðal þeirra staða sem þeir ræða í Sporðakastaspjalli dagsins.
Nú er að nálgast sá tími þegar lífríkið er fullútsprungið. Hvað er þá til ráða? Hvernig veiða þeir? Hér er svarað nokkrum spurningum um flugur og fluguval og ekki síður um aðferðir. Fyrir alla sem hafa áhuga á silungsveiði er spjallið við þá félaga lærdómsríkt. Gildir þá einu hvort um er að ræða byrjendur eða lengra komna.
Hvernig straumflugur eru bestar í Veiðivötnum? Hvað er Euro Nymphing og hvernig notar maður slíka aðferð? Hvernig er best að byrja í Hraunsfirðinum og hvaða flugur notar maður þar?
Þeir félagar eru hafsjór af fróðleik um silungsveiði og í dag ausum við úr þeirra visku– og reynslubrunni.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
107 cm | Grímsá | Jón Jónsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Víðidalsá | Jón Eðvald Halldórsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Víðidalsá | Nils Folmer Jorgensen | 17. september 17.9. |
100 cm | Stóra - Laxá | Jóhann Gunnar Jóhannsson | 13. september 13.9. |
100 cm | Miðfjarðará | Daði Þorsteinsson | 12. september 12.9. |
102 cm | Stóra - Laxá | Reto Suremann | 10. september 10.9. |
103 cm | Stóra - Laxá | Magnús Stephensen | 10. september 10.9. |