Lokaspretturinn hafinn í laxveiðinni

Guðmundur Þorsteinsson með fullvaxinn Víðidalsárhæng sem mældist 96 sentímetrar. Nú …
Guðmundur Þorsteinsson með fullvaxinn Víðidalsárhæng sem mældist 96 sentímetrar. Nú er tími þeirra stóru að renna upp. Ljósmynd/Þorsteinn Sæþór

Nú styttist í annan endann á laxveiðinni og stutt í að fyrstu árnar loki. Síðasta vika var sú fyrsta í langan tíma, í mörgum ám, þar sem aðeins rigndi. Þessi vatnsaukning skilaði sér misvel en ljóst að nokkrar ár nutu góðs af. Þannig skiluðu nokkrar ár á Vestanverðu landinu ágætri veiði. Miðfjarðará og Þverá/Kjarrá voru með yfir hundrað laxa viku og Norðurá gerir sig líklega til að komast í þúsund laxa á lokametrunum. Þar veiddust níutíu laxar í síðustu viku og er það önnur vikan í röð sem Norðurá er rétt undir hundrað löxum, eftir afskaplega dapran ágúst mánuð.

Athygli vekur hversu mikli minni veiði er í báðum Rangánum saman borið við veiðina i fyrra og munar þar orðið býsna miklu.

Sem fyrr eru það Selá, Haffjarðará og Laxá í Aðaldal sem eru að gera betur en í fyrra og sérstaklega vekur athygli að í Aðaldalnum er veiðin miklu meiri en á sama tíma í fyrra og lítur út fyrir að þetta verði besta ár þar síðan 2017.

Tekist á við stórlaxinn í Dalsárósi einum frægasta veiðistað á …
Tekist á við stórlaxinn í Dalsárósi einum frægasta veiðistað á Íslandi. Guðmundur var með hann í hátt í klukktíma. Ljósmynd/Þorsteinn Sæþór

Nú er runninn upp sá tími sem stóru hængarnir geta farið að gefa sig. Margir kalla þetta krókódílatíma þar sem hængarnir eru orðnir býsna verklegir í útliti. Með mikinn gogg og lítskrúðugir. Nokkrir slíkir hafa einmitt veiðst síðustu daga.

Þessar eru afla­hæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veidd­ur og miðast sú tala við 6. september. Í dálki tvö er svo viku­veiðin. Þriðji dálk­ur­inn, inn­an sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 7. september. Töl­ur í þessum lista yfir tíu afla­hæstu árn­ar eru fengn­ar af vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is og einnig af angling iq app­inu þar sem ra­f­ræn skrán­ing á veiðinni fer fram. Upp­lýs­ing­ar um stöðuna í fleiri ám má nálg­ast á báðum þessum síðum. 

Ytri-Rangá og      2.571        219       (4.037)

vest­urb. Hóls­ár 

Eystri-Rangá       1.874        167       (2.985)

Þverá/​Kjar­rá       1.169         119       (1.313)

Selá í Vopnafirði  1.138          80       (1.071)  

Miðfjarðará          1.089        114       (1.290)

Norðurá               961           90        (1.280)

Hofsá                  959            50        (1.097)

Haffjarðará          905            75        (817)

Laxá á Ásum        597            52         (779)

Laxá í Aðaldal       595            33         (351)

Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.

Skoða meira