Ekkert lát á göngu strokulaxa í árnar

Átta laxar voru háfaðir úr laxastiganum í Blöndu í dag. …
Átta laxar voru háfaðir úr laxastiganum í Blöndu í dag. Það gerir nítján eldislaxa á einni viku. Ljósmynd/Guðmundur Haukur

Ekkert lát er á tilkynningum um eldislaxa í ánum á Vestanverðu landinu. Átta eldislaxar voru háfaðir upp úr laxastiganum í Blöndu í dag og hafa samtals nítján slíkir verið teknir þar á viku. Eldislax veiddist í Hópinu í dag, og hefur hann væntanlega verið á leið upp í Víðidalsá.

Það er stutt á milli hláturs og gráturs í Miðfjarðará. þar veiddist í gær glæsilegur 101 sentímetra hængur. Sá stærsti í sumar og vakti athygli fyrir flott og vígalegt útlit.

Eldislax sem veiddist í Miðfirði í dag í Veiðihyl.
Eldislax sem veiddist í Miðfirði í dag í Veiðihyl. Ljósmynd/Miðfjarðará

Í morgun veiddist hins vegar eldislax í Veiðihyl og var hann jafn óvelkominn og sá fyrrnefndi var happafengur.

Þessi sporður er illa farinn og tilheyrir laxinum úr Miðfirði …
Þessi sporður er illa farinn og tilheyrir laxinum úr Miðfirði í morgun. Ljósmynd/Miðfjarðará

Fjórir laxar veiddust í Laxá á Refasveit fyrir nokkrum dögum og líta þeir út fyrir að vera eldislaxar. Þeir eru þó minni en þeir sem kenndir eru við Patreksfjörð.

Eina áin á Norð–Vesturlandi þar sem hægt er að loka á göngu laxa og ná þeim, er Blanda. Laxastiginn í henni gefur þessa möguleika. Eins og fyrr segir hafa nítján slíkir laxar náðst á viku en þeir voru mættir fyrr. Það vitnar lax í Svartá um. 

Vaxandi áhyggjur veiðifélaga á Vestanverðu landinu eru skiljanlegar, sérstaklega í ljósi þess að ómögulegt er að meta magn þessara fiska og hversu langt fram eftir hausti þeir geta verið að mæta. Laxarnir sem háfaðir voru í Blöndu í dag voru lúsugir og því greinilega að mæta úr sjó.

Laxarnir úr Laxá á Refasveit. Þeir eru öðruvísi en
Laxarnir úr Laxá á Refasveit. Þeir eru öðruvísi en "Patreksfirðingarnir" en það leynir sér ekki að þessir koma úr eldi. Ljósmynd/Aðsend

 Umhverfisslysið er staðreynd og umfangið vex með hverjum deginum. Eins og við greindum frá fyrr í dag hefur Hafrannsóknastofnun greint 26 laxa úr íslenskum laxveiðiám sem strokulaxa frá Arctic Sea Farm sem er með sjókvíar í nágrenni Patreksfjarðar. Tugir laxa bíða greiningar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.

Skoða meira