Haustmenn komu Norðurá yfir þúsund

Gunnlaugur Örn með 88 sentímetra lax sem hann fékk í …
Gunnlaugur Örn með 88 sentímetra lax sem hann fékk í Hafþórsstaðahyl. Ljósmynd/Haustmenn

Félagsskapur veiðifólks sem kallar sig Haustmenn hitti vel á það í Norðurá, síðustu daga. Kvöldið áður en Haustmenn mættu í veiðihúsið var Norðurá í hundrað rúmmetrum. Hætt var að rigna og áin var sjatnandi allan tíman sem þeir veiddu. Sjatnandi vatn þýðir kjörskilyrði og það gekk líka eftir.

Samtals fékk hollið 53 laxa sem telst frábær veiði í Norðurá í september. Þar með skreið Norðurá yfir þúsund laxa. Tveir 88 sentímetra laxar veiddust í hollinu. Halldór Eggertsson fékk annan þeirra í Kríuhólma og er það stærsti lax sem hann hefur veitt á ferlinum. Hinn fékk Gunnlaugur Örn Gunnlaugsson í Hafþórsstaðahyl.

Halldór Eggertsson landaði sínum stærsta laxi til þessa í Haustmannahollinu. …
Halldór Eggertsson landaði sínum stærsta laxi til þessa í Haustmannahollinu. 88 sentímetra hængur veiddur í Kríuhólma. Ljósmynd/Haustmenn

Árnefnd er núna í ánni og veiðir til 15. september og þá lokar hún. Tímabilið í Norðurá er búið að vera skrautlegt eins og í flestum ám í sumar. Eftir ágæta byrjun má segja að veiðin hafi þornað upp og þrátt fyrir ágætt magn af fiski var nánast engin taka í fiskinum þegar leið á sumar.

Rigningar nú í loks sumars löguðu stöðuna og Norðurá er komin yfir þúsund laxa. Lokatalan mun sjálfsagt nálgast 1.100 laxa en í fyrra endaði hún í 1.352. Sumarið 2023 er undir meðaltali í Norðurá en hún hefur átt verri sumur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.

Skoða meira