Lélegu laxveiðisumri að ljúka

Flestar laxveiðiár eru búnar að loka og aðrar eiga stutt …
Flestar laxveiðiár eru búnar að loka og aðrar eiga stutt eftir. Þetta er staðan í dag. Norskir kafarar leita að norsk ættuðum löxum í mörgum af helstu laxveiðiperlum landsins. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Laxveiðiárnar eru nu flestar að loka eða þegar búnar að loka. Fer það aðeins eftir landsvæðum en Borgarfjarðarárnar eru flestar búnar að birta lokatölu. Þverá/Kjarrá nálgast tölu síðasta árs með góðum lokaspretti. Hins vegar eru Norðurá verulega undir tölum síðasta árs en einna verst er útkoman í Langá. Hún stendur nú í 663 löxum en skilaði í fyrra 1.077. Síðustu dagarnir fara nú í hönd í Langá og vissulega getur hún híft þessa tölu upp en gapið er stórt.

Á jákvæðari nótum má sjá að Laxá í Aðaldal er að eiga betra sumar en síðustu ár. Nálgast hún sjö hundruð laxa og er það mikil bæting. Sorgleg staðreynd að menn fagni tæplega sjö hundruð löxum í þeirri mögnuðu á. Hins vegar kann þessi bæting að vita á gott.

Vopnafjörðurinn átti ágætt sumar þó svo að engin men væru slegin en þar mega menn una sáttir við sitt.

Seiðasleppingaárnar, þær systur Rangár eru enn opnar og verður langt fram í október. Þar kom loks kippur í þá Eystri og skilaði hún bestu vikuveiðinni sem angling.is mældi í síðustu viku. Þetta laxveiðisumar er sumsé að nálgast endamarkið og við taka norskir kafarar og starfsmenn veiðifélaga við að háfa upp eldislaxa sem nú eru komnir í flestar ár á Vestan- og norðanverðu landinu. Þeir fiskar rata ekki í veiðibækur heldur munu enda hjá Hafrannsóknastofnun og jafnvel fyrir dómstólum. En tíminn leiðir það í ljós.

Þessar eru afla­hæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veidd­ur og miðast sú tala við 20. september, eða eru lokatölur þar sem ár hafa lokað. Í dálki tvö er svo viku­veiðin. Þriðji dálk­ur­inn, inn­an sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 21. september. Töl­ur í þessum lista yfir tíu afla­hæstu árn­ar eru fengn­ar af vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is og einnig af angling iq app­inu þar sem ra­f­ræn skrán­ing á veiðinni fer fram. Upp­lýs­ing­ar um stöðuna í fleiri ám má nálg­ast á báðum þessum síðum. 

Ytri-Rangá og      3.130        163       (4.442)

vest­urb. Hóls­ár 

Eystri-Rangá       2.204         238       (3.412)

Þverá/​Kjar­rá       1.303          --        (1.414) Lokatala

Miðfjarðará          1.199         74       (1.522)

Selá í Vopnafirði  1.234          --       (1.164) Lokatala

Hofsá                 1.088          --        (1.211) Lokatala

Norðurá              1.087          --        (1.349) Lokatala

Haffjarðará          905            --        (870) Lokatala

Laxá í Aðaldal       685           53         (402)

Langá                  663           --          (1.077)

Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira